Líf og list - 01.05.1952, Blaðsíða 43

Líf og list - 01.05.1952, Blaðsíða 43
 FÓLKIÐ 0 G ÉG ísinjr cr hjíirta rnitt hylur horfir úr svip mtnnm nótt * hcyrast ur djupunum slög og býr ci á brennandi völlum pcirrar baráttu er dagurinn heyr viÓ birtunnar svipi og sýnir j>ess lífs er lcitaÖi myrkurs og lyginnar flöktandi bjarmi ei lýsir um helfrosna slóii ftuí dagur er draumur og blekking í dimmunni er sannleikans llf en dauðinn þar hrollkulda andar — DÆMON Stjörnuleikur frú Tore Segelcke Þegar þetta er ritað, stendur gestaleikur Tore Segelcfze í Brúðuheimilinu eftir Henrik Ibsen sem hæst. Haraldur Björnsson undirbjó leikinn, unz leik- konan kom, en þá tók hún við leikstjórn. í stuttu máli sagt er Nóra mesta hlutverk, sem sýnt hefur verið í Þjóðleikhúsinu til þessa dags og ber að þakka þeim það að jöfnu leikkonunni og Ibsen. Tore Segelcke er líka talin bezti núlifandi túlk- ur Nóru. Héldust þar í hendur fullkominn skiln- ingur á Nóru, tæknileg meðferð og skapandi inn- lifun. Það síðastnefnda einnkenndi ekki sízt túlk- un hennar. Hún gaf listsköpun augnabliksins svo frjálsan tauminn, að leiktæknin minnti nánast á undirleik í sönghlutverki, hún sýndi oss fyrst og fremst manneskjuna Nóru, sem tekur boðorð hjart- ans fram yfir boðorð laganna. Hún var næstum því hlédræg í leik sínum, en íyrir það kom harmleik- ur hversdagslífsins enn sterkar í ljós. Meðleikend- ur sína þjálíaði hún líka svo í sama anda, að oft var sem rrlaður væri áhorfandi að lífinu sjálfu. Nóra hennar mun flestum verða minnisstæð og dettur mér þá í hug að sínu leyti ekki ósvipað hlutverk Gösta Ekmans í ..Kanskje en digtare“, sem mér líður seint úr minni. Islenzku leikararnir, Val- ur Gíslason sem Helmer, maður Nóru, Haraldur Björnsson sem Krogstad, Indriði Wáge sem Rank læknir og Arndís Björnsdóttir sem frú Linde sýndu öll sínar góðu hliðar og voru venju fremur vel felld inn í heildina fyrir æfða leikstjórn. í því sambandi vil ég geta þess, að nú virðist tími til kominn fyrir Þjóðleikhúsið að fá gamalreynda leikstjóra erlenda sem gesti tíma og tíma. Það gæti orðið leikurum vorum, einkum þeim yngri, ómetanlegur ávinning- ur og flýta fyrir þroska íslenzkrar leikmenningar. Leikurum er slíkt jafnnauðsynlegt list sinni og lík- amanum fjörefnaauðug fæða. Öjafnastur var Val- ur, ágætur framan af, sem ánægður heimilisfaðir, en í átökunum síðar dró röddin hann nokkuð nið- ur og sjálfsánægja Helmers hefði mátt vera sterk- ari undir lokin, þegar hann heldur sig hafa rétt heimilisfriðinn við með , ,fyrirgefningu“ sinni. En þökk á Þjóðleikhúsið fyrir, að hafa gefið oss kost á að sjá báða þessa ágaétu gestaleiki. 1 nokkrum lokaorðum verð ég að geta þess, að það má tilviljun heita, að leikumsögn þessi hefur verið fest á pappírinn. Þjóðleikhúsið virðist hafa takmarkaðan skilning á því, að leikdómar eigi heima í tímariti sem fyrst og fremst fjallar um list. Þó stingur sá skilningur síður en svo í stúf við al- menna skoðun hér á íslandi á gildi menningar- innar. Það hefur löngum verið landlægur siður, að andleg verðmæti miðist við mennina en ekki verkin, og má því snúa gömlum sannindum við og segja, að margir séu útvaldir en fáir kallaðir. Sá ber mest úr býtum sem fyrstur sezt að krásinni. En menning lýtur nú ekki lögmáli frjálsrar verzl- unar um beztu sambönd. Því miður er það svo, að þar sem eigin lífsþægindin eru mönnum fyrir öllu, þar ríkir ótrúlegur sljóleiki á gildi andlegra verðmæta. En hvers virði er það manninum---------- Sv. B. LÍF og LIST 43

x

Líf og list

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Líf og list
https://timarit.is/publication/819

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.