Líf og list - 01.05.1952, Blaðsíða 4

Líf og list - 01.05.1952, Blaðsíða 4
KVEÐJA TIL LAXNESS FIMMTUGS frá tfmaritinu jypÐAN LÍF OG LIST var enn ekki nema fóstur í móðurkviði, allt vatnið ókom- ið, fyrsti undanfarinn að fæðingarhríðinni skammt fram undan — þetta var í frosti á þorranum í hitteðfyrra, þá fóru þeir, sem voru að baksa við að koma tímaritinu útí ljós heimsins, uppí Mosfellssveit til þess að leita sér að eins konar andlegri ljós- móður, sem létt gæti fæðinguna og veitt gæti barninu ófædda líkn, er það sæi í fyrsta sinni íegurð himinsins. Þegar barn er í vændum, er ekki nema eðlilegt, að að- standendur hugsi oft meira öll viðbrögð þeirra spretti anna en skynseminnar, og sú gerðist. Aðstandendur höfðu Ijósmóður, aðeins einni, það Og til hans héldu þeir rak- tvívegis, án þess að lesa að segja að gera boð á undan daga. Sem sagt: Allt lífið barnið, sem átti að heita Líf Standa undir nafninu með sem tautaði, og jafnvel þó sem betur fer ekki að) mælti með hjartanu en heilanum, meira af rótum tilfinning- var líka reyndin, þegar þetta augastað á einni allsherjar- var Halldór Kiljan Laxness. leitt án þess að hugsa sig um ferðabænirnar, án þess meira sér. Svo mikið var fátið í þá og allt sólkerfið snerist um og list, og það þurfti að einhverjum ráðum og hverju öll skynsemi (hún komst gegn þeirri dæmalausu bjart- H. K. L. sýni, að Laxness léti sér til hugar koma að sinna rellinu. Aðstandendur vissu sem var, að H.K.L. myndi vera önnum kafnari en sjálfur Acheson, þar að auki væri hann í miðjum klíðum mikillar skáldsögu, og hrein kerlingabók að ætla, að hann hefði tíma aflögu til að veita þeim og hinu væntanlega tímariti þeirra einhvers konar fóð- urbæti, andlegan og siðferðislegan, sem blíðkað gæti skapanornirnar og vængskrýddi vonina og skerpti kjarkinn. En einmitt þessa alls virtist ritið þurfa með, ef það ein- hvern tíma átti að fá að sjá ljós heimsins. Enginn veit nema sá, er reynt hefur, hve gott þel og góður skilningur og örvandi orð geta lagt bjarta sólarloga inn að hjartarótunum, þegar manni finnst mikið í húfi og veður öll eru válynd. Og það er einmitt fyrir undirtektirnar þennan kalda marz- morgun fyrir tveim árum, þegar allt brá til beggja vona og allt óráðið og torráðið, torráðnara en jafnvel nú, það var einmitt fyrir undirtektirnar á þeirri stundu, sem manni fannst mest ríða á, er Líf og list langar til að þakka Halldóri Kiljan Laxness á þessum degi hans í almanakinu. 23 ap/ú /952 SVEINGRIMUR. 4 LÍF og LIST

x

Líf og list

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Líf og list
https://timarit.is/publication/819

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.