Líf og list - 01.05.1952, Page 38

Líf og list - 01.05.1952, Page 38
ar en endranær. Hún er sjaldan í vandræðum með skilning á per- sónum sínum. Það er líka töluverður svipur yfir Hassan Baldvins Halldórs- sonar. Hann þyrfti aðeins að hugsa meira um beitingu raddar- innar. Muna það, að röddin er bezti höfuðstóll leikarans. Rödd hans er heilbrigð og sterk, hann þarf bara að leika á alla þá strengi, sem hún býr yfir. Valur Gíslason lék Olaf og gerði honum allgóð skil, vantaði kannski herzlumuninn í geðbrigð- um hans. Jón A&ils leikur Jón Jónsson skólamann, sem heldur kristinni trú að hinum herleiddu löndum sínum í Algeirsborg. Leikur Jóns er með eðlilegum alvöruþunga og stílhreim að vanda, en mætti vera fjölbreyttari. Beztur er leik- ur hans, er hann afsalar sér lausnargjaldinu til Ólafs, þegar hann lýsir von sem kviknar til að slokna. Emilía Jónasdóttir hefur þar dálítið hlutverk, sem þó vekur at- hygli. Konan Halldóra eykur á fjölbreytni leiksins og er aðalper- sónan í hópi. lærisveina Hall- gríms, studiosi í Kaupmanna- höfn. Slöttólfur Valdemars Helga- sonar var hressilega og skemmti- lega leikinn í gamalkunnum ís- lenzkum stíl. Á nokkra aðra leik- ara hefur þegar verið drepið. Leikstjórnin í heild var ójöfn. Einhver gagnrýni hefur komið fram gegn fjöldasviðunum, það mun stafa af vanþekkingu, því að þær voru beztar, ef frá er skil- inn Ræningjahellir. Fjöldinn á að vera hreyfingarlítill á leiksviði til að trufla ekki sjálfan leikinn, og hefur því ekki verið komið betur fyrir í annað sinn á Þjóðleikhús- inu. Aftur á móti voru tvímenn- ingssviðin alltof dauf og tilbreyt- ingarlaus. Tilbreytingarleysi á leiksviði þreytir áhorfandann og deyfir áhuga hans. Lárus Pálsson hefur sýnilega miklu næmara auga fyrir gamninu en alvörunni, og í þessu leikriti var óneitanlega stærri skammturinn af því síðar- nefnda. Stí. B. Sýningar Sambands íslenzkra leikfélaga Það var mikill ávinningur fyrir leiklistarlífið í landinu, þegar Samband íslenzkra leikfélaga var stofnað, sem þegar hefur unnið gott og þarft starf. Það hefur haldið námskeið í Reykjavík fyr- ir fulltrúa leikfélaganna, lánað leiktjöld og útvegað leikrit og ekki sízt sent æfða leikara út á land til að leiðbeina og annast leikstjórn. Án þess að ég ætli mér að fara að hæla okkur, þá held ég að slíkur stuðningur við áhugamenn í leiklistinni víðsveg- ar um landið, þekkist ekki ann- ars staðar. Að vísu eru bæir þar víðast allmiklu stærri og meira úr- val af hæfum mönnum á hverjum stað, en þó er Jeiklistin erlendis ekki alltaf upp á marga fiska, þar sem ekki eru starfandi leikhús með lærðum leikurum. Þá hefur hið unga Samband í. L. tekið upp þá ágætu nýjung, að fá 5 leikfé- lög hingað til Reykjavíkur til að sýna leiki sína, og á það þakkir skilið allra leiklistarunnenda og annarra, sem láta sig menningar- líf einhverju skipta fyrir fram- J'orftrrímur Einarsson takssemi sína, og mætti það vera öðrum menningarfélögum upp- örfun og fyrirmynd. Það kann að vera, að sumum finnist leikstarf- semi föndur eitt og dægrastytt- ing, en slík skoðun byggist þá á algerðri vanþekkingu á leiklist. Nám í leiklist og framsögn, sem eru náskyldar greinar, felur í sér meiri og víðtækari menntun en flestar aðrar einstakar greinar, sem kenndar eru í skólum, enda ætti þetta að vera sjálfsögð grein bæði í kennaraskóla og háskóla. Þetta er gagnfræði í orðsins beztu merkingu. Það er því mikill mis- skilningur, að þeir einir eigi að kynna sér slíka listtækni, sem ætla að gera leiklistarstarfsemi að atvinnu sinni eða hlaupa í að sýna einstaka leiki. í fáum orð- um sagt er leiklist og framsögn fyrst og fremst hagnýt sálarfræði, , tækni til að þroska tilfinningarlíf hag athyglisgáfu og fá stjórn á lík- ama sínum og framkomu, rödd, látbragði og hreyfingum. Og hver 38 LÍF og LIST

x

Líf og list

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Líf og list
https://timarit.is/publication/819

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.