Líf og list - 01.05.1952, Side 42

Líf og list - 01.05.1952, Side 42
TVEIR GESTALEIKIR Danirnir koma og fara Þegar þetta er ritað, er danski leikflokkurinn með Paul Reumert í broddi fylkingar, sem hélt hér sex sýningar á gamanleiknum Happasælt skip- brot, kominn aftur Keim til sín. Leikurinn fékk hinn ágætasta dóm blaðanna, svo sem hann átti skilið, því að til hlutverkaskipunar var vandað, svo sem bezt mátti verða og enda máttu leiksýning- arnar teljast með afbrigðum góðar á okkar mæli- kvarða, og þótt víðar væri leitað. Mesta athygli vakti Paul Reumert sem Magister Rosinflengius, líkamlegur og siðferðilegur krypplingur, sem lætur stjórnast af fégræðginni einni saman. Þetta mun vera bezta Holbergshlutverk Reumerts og leikur- inn valinn með tilliti til þess. — Afrekum Reumerts þarf ekki að hæla hverju sinni með sterkustu lýs- ingarorðum málsins, þau eru öllum kunn. Einn leik- dómari blaðanna kallaði leik hans ,,genialan'‘. Þetta ágæta orð átti ágætlega við, svo langt sem það nær, enda þótt það sé það mesta, sem um and- lega afburði nokkurs manns verður sagt. Eg mundi þó taka mér annað erlent orð í munn, sem ékki er eins sterkt, en sem ég tel þó meira hrós (afsakið hina rökfræðilegu mótsögn), en það er orðið ,,vir- tuos‘‘. Bæði ,,geni“ og ,,virtuos“ eru útlögð á íslenzku í orðabók Freysteins Gunnarssonar með orðinu ,,snillingur“. En ,,virtuos“ er í raun og veru kunnáttumaður og snillingur í senn. Rosiflen- gius var þaulunninn lið fyrir lið, eins og raunar öll hlutverk Reumerts og árangurinn var kunnáttu- samleg og listræn heild, fullgerð samsteypa, sem leikarinn bar sýningargestum á borð og hefði með rétti kunnáttumannsins getað sagt um leið: Hér haf- ið þið hinn rétta Rosiflengius. Þetta útlegzt: Leik- ur Reumerts var tæknilega fullkominn og listin sjálf passaði í rammann. Ekki getur það kallazt gagn- rýni, þótt þess sé getið að ramminn var ekki sprengdur, með því er aðeins reynt að afmarka leikafrek hans sem gleggst. En fleiri sýndu ágætan leik en Paul Reumert og gnæfa þar hæst Poul Reichardt sem Henrik, Lilly Broherg sem Penille og Elith Foss sem Gott- fred, þjónn Rosiflengiusar. Og í sannleika sagt gáfu þau Poul Reumert ekki eftir og mátti Reumert hvergi slaka á mótleik sínum til að halda því sæti sem honum bar. En með því er vitanlega mikið sagt, þegar jafnsviðsterkur maður og Reumert á í hlut. Leikur Lilly Broberg einkenndist af eðlis- hreinu fjöri og gáska með allri þeirri fjölbreytni og undirstrikunum, sem í hlutverkinu felst. Poul Reichardt sýndi líka fjölhæfa leikkunnáttu og var leikur hans ekki síður en Lilly Brobergs lifandi nútímalist. Elith Foss skapaði eftirjninnilega per- sónu með skophlutverki sínu með kunnáttumik- illi túlkun. Þá ber að geta eftirfarandi leikara: Jóhanrtes Meyer (Jeronimus), Maria Garland (Magdelone, kona hans), Astrid Villaume (Leo- nora, heimasætan), Ellen Gottschalch (Lucretia, vændiskonan, sannur og skemmtilegur leikur), Rasmus Christiansen (Niels Vognmand), Martin Hansen (dómari). Allt eru þetta þekktir leikarar, sem kunnu tökin á sínum persónum, þótt hlutverk þeirra væru minni en hinna fyrrtöldu. Önnur hlutverk voru líka yfirleitt vel leikin, þótt þeim verði sleppt hér. Leikstjórn Holgers Gabrielsens var sem búast mátti við nákvæm bæði í smáatrið- um og heild, mátti hraðinn þó ekki meiri vera, þar sem hér var um erlendan gestaleik að ræða. Þá voru leiktjöldin með glæsibrag, en Lárus Ingólfs- son hafði unnið að þeim, en að nokkru leyti voru þau gerð ytra. 42 LÍF og LIST

x

Líf og list

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Líf og list
https://timarit.is/publication/819

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.