Líf og list - 01.05.1952, Blaðsíða 37

Líf og list - 01.05.1952, Blaðsíða 37
UF og LIST ViS banabcS séra Halljtr'tms frá síðari árum Guðríðar og Hall- gríms. Olafur kemur fram Kefnd sinni gegn Guðríði með því að brenna bæinn, en stekkur sjálfur inn í logana. Á síðasta sviði sjá- um vér Hallgrím á banabeði og túrneringu Tyrkja-Guddu eftir andlát hans. Síðasta atriðið er endursamið og gallað bæði að hugsun og sviðsetningu. Tyrkja- Gudda ákallar, já skipar guði að senda sér teikn, svo að hún losni við hinn lítt sannfærandi efa. Og viti menn, guð almáttugur hlýðir ! Rökréttari lausn virðist mér að láta refsivönd drottins Ijósta þá manneskju, sem gerir uppreisn gegn skapara sínum og útrýma þannig efa hennar. Holdsveiki er smitandi, samvizkan vakandi. Og í frumriti hafði höfundurinn hag- nýtt sér raddir hennar á drama- tískan hátt. Þá er það teiknið, merki krossins, sem birtist á tjald- inu, það missir tilgang sinn við, að leikstjórinn lætur leikkonuna snúa sér fram og baki við kross- inum. Séra Jakob segir hér sögu, en mótar ekki fyllilega eftir leik- rænu lögmáli. Hins vegar koma víða átök fram, svo sem milli Guðríðar og Ólafs, Guðríðar og Fatime. Maður saknar átaka í síð- ustu þátunum milli Guðríðar og Hallgríms. Þá kemur leiktækni höfundarins fram í mörgum at- riðum öðrum og ber leikritið yfir- leitt með sér, að þar er enginn viðvaningur á ferð. Regína Þór&ardótir fer með að- alhlutverkið, Guðríði Símonar- dóttir, kölluð Tyrkja Gudda. Regína hefur sýnt góðan leik í smærri hlutverkum, svo sem í Blúndur og blásýra, Islands- klukkunni og nú síðast í þess vegna skiljum við (ágætur leik- ur). I Sölumanninum var hún misjafnari, þegar meira reyndi á, og sömu sögu er hér að segja. Hún er sterkust, þegar hún leik- ur veikt, en veikust, þegar hún leikur sterkt. Hún veldur ekki Tyrkja Guddu. I þá persónu er enginn heildarskilningur lagður, en eins og kunnugt er, þá er rang- ur skilningur betri en enginn skilningur. Og þar hefur leikstjór- inn ekkert hjálpað upp á sakirn- ar. Lökust var hún þó í Algeirs- borg. I staðinn fyrir stolt kom rembingur með óeðlilegum til- burðum og sveigingum. Svip- brigðaleikurinn var í fátækasta lagi. Leikstíllinn var víða gamal- dags og kallast ,,ageren“ eða ut- angarna á leikaramáli. Sannur varð fyrst leikur hennar í síðustu þáttunum, er hún lék hina lífs- þreyttu konu. Arndís Björnsdóttir var Fatime og fataðist henni ekki tökin frek- Tyrkja-Gndda og barniti /

x

Líf og list

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Líf og list
https://timarit.is/publication/819

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.