Líf og list - 01.05.1952, Blaðsíða 10

Líf og list - 01.05.1952, Blaðsíða 10
þegar við stóðum næstum því úr kallfæri útí rign- ingunni, svo æpiorðin bárust okkur ein, og höfðum lesið þau í auglýsingum, sem hafði verið slegið upp á auglýsingastaurum ofan á aðrar auglýsingar; á þessu hafði gengið lengi og ég hafði ekkert séð heilagt. Og þeir hlutir, sem voru dýrðlegir, voru án dýrðar og fórnirnar voru sláturhúsin í Síkagó, ef þar hefði ekki verið gert apnað við ketið en að grafa það. Það voru mörg orð, þannig að maður þoldi ekki að heyra þau og seinast bar maður virðingu fyrir staðamöfnunum einum. Eins voru ákveðnar töl- ur og ákveðnar dagsetningar og þetta hvorttveggja ásamt staðarnöfnunum var hið eina, sem hægt var að bera sér í munn, sem einhver meining væri í. Óhlutstæð orð eins og dýrð, heiður, hugrekki eða heilagur voru klám borið saman við hlutstæð nöfn á þorpum, númer á brautum, nöfn á fljótum, númer á herdeildum, og dagsetningar.l) Hér að ofan er annað dæmi um innri rithöfund- aruppruna hans. Hitt dæmið er þetta: Hin óhugn- anlega lífsreynsla, sem hann hafði gert sér far um að öðlast, hélt áfram að ásækja hann. Kvíðinn fyr- ir dauðanum (uggurinn), sem hafði bælt hann nið- ur, og þau niðurlægjandi atvik, sem því eru sam- fara, hrjáðu hann. Hann fékk það sem eins kon- ar flugu á heilann, að hann yrði að standa sig, vera fastur fyrir, haggast ekki, 'ganga i gegnum allt hið bölvaðasta, horfast í augu við sjálfan andskotann án þess að blikna. Hann þurfti að yfirstíga marga örðugleika. Hann skrifar á einum stað: „og ég komst að raun um, að mesti örðugleikinn, samfara því að vita upp á hár það, sem maður skynjaði í veruleikanum andstætt því, sem gengið var út frá sem vísu, að maður skynjaði, og það, sem maður hefur verið alinn upp við að skynja, var að fá fram á pappírinn það, sem raunverulega gerðist í atburðarás". En hann hafði yfirnáttúrlega trú, sem bjarg- aði honum — hann hélt hann gæti ögrað illsku heimsins með því að skrifa nægilega satt um hana: „Ég býst við, að maður geti losnað við allt heila klapið með því að skrifa um það ... Þegar maður hefur einu sinni skrifað það niður, er það horfið“. Spénna í persónuleiknum = spenna í stílnum. Eins og innri spenna er í persónuleik Heming. ways, eins verður spenna í stíl Hemingways, sem einungis örfáir veita athygli. Hann leitar uppi illa, harðneskjulega, skepnulega atburði, sérstak- lega þá, sem lyktar með yeraldlegum óförum og 1) „Vopnin kvödd", bls. 200, í þýð. Halldórs Kiljans Laxness. dauða; hann er óttasleginn af tilhugsuninni um dauðann eins og músin af slöngunni; en það er um að gera að horfast í augu við hlutina, án þess án þess að blikna: „Þegar þú hefur eitt sinn skrifað það niður, er það horfið“. Hann leggur stund á nautaat árum saman. Þessi sjónleikur er að honum finnst heilög athöfn, sem hlýtur fyrr eða síðar að lykta með dauða annað- hvort nautabanans eða nautsins. Hér eins og víða annars staðar kemur hann upp um sig að trúa á töfra og dulræn fyrirbrigði — þetta er nokkuð, sem gefur tilefni til enn eins spennutímabils í stíl hans — öll smáatriði eru alla tíð glögglega raunsæ, en stemningin og hugs- unin á bak við eru oft af trúrænum og töfra- kenndum og dulrænum toga spunnar. Karlmaður verður að vera karlmenni! Hemingway finnur eina huggun í þessu: Það er hægt að mæta dauðanum og ósigrinum, sem er öruggt hlutskipti hvers manns, með virðuleik, keikur og upplitsdjarfur. Hér kemur fram skyld- leiki hans við Conrad. Hnefaleikarinn Ole Andre- son (í ,,Morðingjarnir“) hefur haft rangt við 1 spilum og veit, að hann verður drepinn fyrir. Dauðinn er á næstu grösum. En hann neitar að flýja — lætur dauðann taka sig. Gamli nauta. baninn er ófús að viðurkenna, að leikurinn sé tapaður. Allt snýst öndvert gegn honum, og að lokum deyr hann, án þess að játa ósigur sinn. Aðalpersónan í smásögu hans „The Short Happy Life of Francis Macomber“ þjáist af siðferðileg- um ósigri, er hann stendur augliti til auglitis við ljónið. Kona hans launar hqnum það með því að sofa hjá leiðsögumanni veiðiferðarinnar, án þess að fara 1 nokrar felur með það. En næsta dag hlýtur hann uppreisn — hann flýr ekki undan villinautinu, sem er ennþá hættulegra en ljónið, og lifir nokkur andartök alsæll, sem kona hans gerir rösklega endi á með því að skjóta hann í bakið — hún vissi, að hún hafði tapað. Með öðr- um orðum: Þessi skáldsaga fjallar ekki einungis um hughreystina og hæfileikann að deyja upp- réttur, heldur líka um baráttu milli kynjanna, sem er veigamikið viðfangsefni hjá Hemingway. En hér yeitist ekki rúm til að ræða um það nán- ar. Sem kunnugt er, fjalla ekki allar sögur Hem- ingways um dauða og ófarir. Meðal verka hans 10 LÍF og LIST

x

Líf og list

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Líf og list
https://timarit.is/publication/819

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.