Líf og list - 01.05.1952, Blaðsíða 36

Líf og list - 01.05.1952, Blaðsíða 36
Þ JÓÐLEIKHÚSIÐ: Um leikritiö Tyrkja-Guddu eft- ir Jabob Jónsson, sem nú er sýnt í Þjóðleikhúsinu, virðist aetla að standa nokkur styr, og er ekki nema gott um það að segja. Allt er betra en andleg deyfðin. Fyrst þegar farið er að kryfja leikritin til mergjar, ræða um kosti þess og galla af sömu ákefð og um fjöl- skylduviðburð væri að ræða, má búast við að þroski fólks aukist fyrir leiklist og andlegri menn- ingu. Leikritið er mörgum kunn- ugt úr Sex leikritum, er út kom 1948, og mun margan fýsa að kynna sér það til að njóta betur leiksins, en þó hefur höfundurinn gert lítils háttar breytingar á síðastu sviðssýningu. Breytingu þá tel ég vafasama, einkum að fella Eyjólf Hallgrímsson burt, því að hann eykur á fjölbreytni síðasta sviðsins og er varla van- þörf á. Samtal hans og Tyrkja- Guddu, móður hans, varpar líka nokkru ljósi á skapgerð þessarar torráðnu konu. Fyrsta sviðið er Ræningjahellir í Vestmannaeyjum. Presturinn í Kirkjubæ, séra Jón Þorsteinsson í gervi Indriða Waage, les þar sóknarbörnum sínum pistilinn, áður en ræningjarnir koma. At- riðið er í fátækara lagi eins og það er sett þar á svið, og hefði hugmyndaríkari leikstjórn getað bætt þar um. Lárus Pálsson virð- ist farinn að hneigjast að helzt til miklu kyrrstöðulífi á leiksviði í seinni tíð. Séra Jón, sem ber uppi atriðið, hreyfist varla úr stað og verður því aðeins fjarlæg, óper- sónuleg rödd. Persónan hefði strax orðið mennskari, ef séra Jón hefði gengið milli sóknarbarna sinna og talað við þau eins og maður við mann. Þrjú næstu svið eru frá Algeirs- borg. Tjöldin eru falleg, einkum garður Fatime. Þar segir frá bar- TYRICJA-GUDDA (Regina ÞárðardóttirJ áttu Guðríðar fyrir frelsi sínu, sem hún hlýtur síðast með hálf- gerðum brögðum, barnsmissi hennar og vantrausti hennar á guði sínum. Trúarvíl hennar, sem ekki er sérlega sannfærandi hjá seytjándu aldar almúgakonu, byrjaði reyndar í Vestmannaeyj- um, áður raunasaga hennar hófst. Þá segir hún við Eyjólf í hellin- um: — Guð getur ekki elskað nema honum sé veitt hlýðni. Hún biður til Móhameðs fyrir barni sínu, en skellir skuldinni á guð feðra sinna, þegar henni er ekki veitt bænheyrslan. Slík þrákelkni í abströktum eða fraeðilega rök- studdum efasemdum, sem Guð- ríður er haldin til leiksloka, er næsta tortryggileg. Þessi afstaða hennar frá byrjun hindrar líka þróun persónu hennar. í þáttun- um frá Algeirsborg eru annars mestu tilþrifin frá höfundarins hendi og sýnir hann þar leikræna hugkvæmni. Hins vegar eru til- svör of löng og málið ekki nógu lífrænt. Það verður því blessunar- lega hressandi að hlusta á hina herleiddu lslendinga í næsta þætti þylja sinn katekismus og henda gaman að öllu, sem þar ber á góma. Atriðið lífgar og hvíl- ir áhorfandann í senn, enda bor- ið uppi af Onrtu Guðmundsdótt- ur og Bryndísi Pétursdóttur, sem báðar eru þar í essinu sínu og smita út frá sér gáska og kátínu aftur á aftasta bekk. Sviði því lýkur með fræðilegum dispúts þeirra Hallgríms Péturssonar og Brynjólfs biskups. Hallgrímur Gests Pálssonar er alvörugefinn og fullur kvíðvæn- legs uggs. Þetta er sterkasta at- riði hans, hann fær þar líka stuðning af ágætum mótleik Har- alds sem Brynjólfur biskup, en því litla hlutverki gerði Haraldur hin prýðilegustu skil. Haraldur beitir alltaf leikkunnáttu sinni og sleppir því úr þeim ófærum, sem aðrir liggja títt í. Síðustu tvær sýningarnar eru 36 LÍF og LIST

x

Líf og list

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Líf og list
https://timarit.is/publication/819

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.