Líf og list - 01.05.1952, Blaðsíða 5

Líf og list - 01.05.1952, Blaðsíða 5
Á FERTUGSAFMÆLI LEIFS HARALDSSONAR 6. júnf 1952 pTJÖRUTÍU ÁR eru ekki hár aldur, ef litið er á Leif Haraldsson. Ég býst við, að innst inni sé hann ná- kvæmlega eins sprækur og hugsjónaríkur og þegar hann var að blása eldi að Ungmennafélagi Eyrbekkinga fyrir tuttugu og sjö árum. En nú er Leifur enginn Ungmenna- félagi lengur — sem betur fer! Hann er virðulegur intelli- genti, sem þýðir Stríð og frið eftir Tolstoj, skrifar um ljóðagerð í Líf og list, og allt gerir hann þetta af þeirri alúð hjartans, sem ómögulegt er annað en að virða og meta við manninn. Líf og list getur því alls ekki látið hjá líða að minnast Leifs á þessum tímaskiptum ævi hans; hann er hreinskilinn einkavinur tímaritsins, einn af samgrónustu kontribútorum þess, og þá er aftur komið að vandvirkninni, virðingu hans fyrir því, sem hann lætur sjá eftir sig á þrykki. Mér er ofurkunn sú einstaka, mér liggur við að segja ómannlega vinna, sem hann leggur í skrif sín um ljóðskáldin: Þar má ekkert vera of eða van, allt er hófsamlegt og rólega vegið frá öllum hliðum. Leif- ur sýnir manndóm sinn bezt með því, hve hlutdrægnilaust hann leitast við að dæma höfundinn og verkin. Þó vil ég ekki þvertaka fyrir það, að í dagfari sínu — hvort heldur sem er yfir teinu á Ingólfscafé eða yfir kaffinu á Hressingarskálanum — geti þessi heiðarleikur Leifs í dómum um menn og málefni sett ofan. Fyrir kemur þá, að Leiíur gerist nokkuð erfiður og luntalegur og ónærgætinn, en sökina fyrir því er oftast að finna hjá Tolstoj og Stríði og frið: Þýðingin uppi á Landsbókasafni hefur ekki gengið sem skaplegast, og stundum eru bæði Leifur og Tolstoj illa fyrirkallaðir og í ósátt hvor við annan. En nú fer að hilla undir endahnútinn á þýðingu hans á risaverkinu, og þá má búast við því, að Leifur verði léttari á bárunni, jafnléttur og liðgengur og hann getur verið, þegar honum tekst bezt upp í því, sem hann skrifar. Líf og list óskar Leifi langlífis og konu. 6. júní 1952. STEINGRÍMUR. ------------------------------------------------------------------- Venjið komur ykkar á skálann — Njótið sólarinnar og drekkið síðdegiskaffið í garðinum. HRESSINGARSKÁLINN við Austurstræti. L. Har. LÍF og LIST 5

x

Líf og list

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Líf og list
https://timarit.is/publication/819

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.