Líf og list - 01.05.1952, Blaðsíða 41
Gunnars Eyjólfssonar losaraleg
lítið í hana lagt.
Leikur Akurnesinga 1 Bogabúð
eftir St. John Ervine var á tak-
mörkum þess, sem sýningarhæft
er á sviði hér í Reykjavík, þótt
smáóhöppum sé sleppt. Nokkrir
virtust þó vera sviðvanir svo sem
Sólrún Ingtíarsdóttir, en leikur
hennar var ýktur og afkáraleg-
ur í byrjun. Verst var, að Magnús
Vilhjálmsson, sem lék aðalhlut-
verkið, Boga Bogason, var ekki
hlutverki sínu vaxinn. En þetta
gæti orðið eftirminnilegt hlutverk
í höndum góðs leikara. Látbragð
og gervi Ragnars Jóhannessonar
var gott, en saman þarf að fara
motur og mey, eins og þar stend-
ur. Röddin samsvaraði ekki gerv-
inu. Stendur ekki einhvers staðar
þetta er rödd Jakobs, en hendur
Esaú? Leikur ,,þríhyrningsins“
Katrínar Georgsdóttur, Hilmars
—-------------------------
Á KAFFIHÚSINU
Framhald af 2. síðu.
Um aplakálfa
ENGINN má halda, að vér séum
með þessu að gera oss að málsvara
setunnar. Vér biðjum um vandvirkni
í bókagerð og að réttum lögum sé
hlýtl, en setuna piunum vér aldrei
að eilífu taka í forsvar. Misheppn-
uðum lögum á að breyta til skyn-
samlegs vegar, en ekki láta standa
og virða að vettugi, það er til þess
eins að ala upp lítilsvirðingu fyrir
öllum lögum á því sviði, sem um
er að ræða, og lögboðna stafsetningu
verður að hafa, um það er ekki að
villast. Setan er óþarfur stafur,
hvimleiður myllusteinn, sem góðir
menn hafa af skammsýni bundið um
háls alls skólafólks og allra prófarka-
lesara, sem sumir hverjir hafa eng-
an svira til að bera slíkt hálsmen,
samanber prófarkalesarana hjá
Norðra. Auk þess er setan ljótur
stafur, hörnótt og svipill og stingur
Háljdánarsonar og r'áls Lggerts-
sonar hefði getað orðið sæmilegur
með meiri æfingu og góðri leik-
stjórn. Onnur hlutverk eru tæpast
umtafs verð.
Þá er síðast og sízt að nefna
Selfyssinga, sem formaður Sam-
bahdsins Ævar Kvaran gat um í
leikbyrjun, að væri byrjendur í
listinni. Þeir sýndu Allra sálna
messu. En manni verður spurn.
Hvað eiga þeir þá hingað að
gera ? Er ekki skynsamlegra að
bíða þangað til þeir eru færir um
að koma fram á leiksviði ? En
það var svo órafjarri því, að þeir
sýndu nokkurn leik, og hlýtur
þessi fyrirhöfn þeirra að hafa
verið þeim til jafnmikillar ömun-
ar og áhorfendum. Þar er ekki
hægt með bezta vilja að benda á
neitt frambærilegt hlutverk.
Taugaóstyrkur og algert kunn-
áttuleysi ríkti á leiksviðinu allan
í stúf við annað fólk á þingi ís-
lenzkra bókstafa. Hún er ófélagsleg
með afbrigðum, rekandi horn sín i
allar áttir með fullri foragt fyrir
mjúkum bjúglínum og uppréttri
reisn annarra stafa og minnir á þann
graðpening, sem séra Jón á Bægisá
sagði, að ræki hornin í allt og alla.
Slík er setan, óferjandi, óalandi og
óráðandi öllum bjargráðum. Það
þarf að losa skólafólkið, kennarana,
rithöfundana og prófarkalesarana og
allan landsins lýð við þessa svipu,
sem að nauðsynjalausu hefur verið
reidd á loft, og það sem fyrst. Allar
stafsetningarreglurnar þarf að end-
urskoða, en setuna þarf ekki lengi
að skoða, hún er fyrirfram dæmd.
Raunar er ufsílonið annar aplakálf-
urinn frá og mætti vor vegna fara
sömu leið, þó að flestir Rafi á því
mikið dálæli. Af mannúðarástæðum
mundum vér þó ekki mæla með því,
að öllum kettlingunum sé drekkt
undan vesalings læðunni í einu, þótt
heimilið hafi að vísu fleiri ketti en
það þarf að brúka.
Janúar lí)52.
tímann nema aðeins í leikslokin.
Leiðbeinandinn, Stíeinbjörn Jóns-
son, sem setti einnig I Bogabúð
á svið, hefði þó átt að hamra til
verstu vankantana, svö sem
handapat og aukahreyfingar
(Mitbewegungen). Hjónaleysin í
leiknum sneru til dæmis upp á
hendurnar á sér við hvert áherzlu-
orð, sem þau sögðu og ,,Tom
Byer“ sat eins og á glóandi rist
á stólnum, hann var alltaf að
leita að einhverri þægilegri hvíld-
arstöðu, sem hann aldrei fann.
Það væri kannske hægt að finna
skammlitla parta hjá ,,bankastjór-
anum“, ,,Katrínu“ og ,,Jóni“
gamla, en slíkt er þó lítil huggun
og nöfn leikendanna betur ó-
nefnd. Sveinbjörn virðist óvanur
leikstjórn, en það er vandasam-
asta og ábyrgðarmesta starfið í
leikhúsinu.
Stí. B.
Snjóar Kilimanjarófjallsins
Framh. af bls. 35
sagan hans (að undanskildum hinum
mjög stutta fjórtánda kapítula í ,,In Our
Time") þar sem honum er lýst innan frít
úr hugskoti söguhetjunnar. í öllum skáld-
verkum Hemingways hafa alltaf verið
symbol (táknmyndir), en þau eru venju-
lega dulin eða jafnvel óafvitandi, og þetta
er næstum því fyrsta sagan, þar sem þau
eru notuð greinilega og berum orðum.
Ftest symbol í Snjóum Kilimanjarófjalls-
ins eru symbol dauðans: það eru hraefugl-
arnir, frosna pardursdýrshræið, hýenan,
lögregluþjónarnir á reiðhjólum, flugvél-
in, og einkum og sérílagi ferhyrndi tind-
ur Kilimanjarófjallsins, glampandi hvítur f
sólinni. Sagan í heild varpar nýju ljósi
á skáldsagnarlist Hemingways. Hún sýnir
greinilega, að hann er fyrst og
fremst raunhyggjuhöfundur (realisti) og
natúralisti, sem í bókmenntasögunni verð-
ur skipað á bekk með Theodore Dreiser
ellegar James T, Farrel. þrátt fyrir alla
hina nákvæmu endurspeglun hans af
raunverulcikanum, er hann ásóttur og
næturlegur rithöfundur í ætt við Edgar
Allan Poe, Hawthorne og Melville. —- S.
LÍF og LIST
41