Líf og list - 01.05.1952, Page 11

Líf og list - 01.05.1952, Page 11
eru nokkrar lýsingar af unaðssemdum friðsællrar náttúru, t. d. sagan um fiskveiðar: Big Two- Hearted River I. Hún er, ef svo mætti að orði kveða, eins konar reikunarmannssaga. En þar skýtur grályndi lífsins einnig upp kollinum — það er ekki hægt að lifa án þess að gera einhverju mein. Nick festir engisprettu á öngulinn sem beitu: „Nick tók um hausinn á henni og hélt henni, með- an hann stakk önglinum inn undir kverkarnar á henni gegnum brjóstið og neðsCa hlutann af mag- anum. Engisprettan tók fast um öngulinn með fram- fótunum og spýtti á hann tóbaksleðju". Sérkenni Hemingways verður aldrei hægt að stæla! Dauðinn og ófarirnar eru alls staðar. En aðeins eitt þarf hver venjulegur maður að gera: Horfast í augu við það, sem að höndum ber. Þessi marg- þætti grundvöllur fyrir stíl Hemingways er nokk- uð, sem obbinn af eftirlíkjendum hans hefur ekki verið sjáandi á. Hins vegar reyna þeir að líkja eftir mállýzkum hans, fettum hans og brett- um, og eru stundum leiknari í þess háttar bogalist þ. e. í brettunum en sjálfur Hemingway. En lífið, hina duldu óhamingju, hinn leyndardómsfulla harmleik er örðugra að stæla. Af þessu stafar annað, ef til vill hið allra eðlis- bornasta. Djúptækustu sérkenni stílsins hjá mikl- um rithöfundi er nokkuð, sem er eins mikill hluti af persónuleik hans og rödd hans og göngulag. Það er ekki hægt að útskýra hljómblæ raddar_ innar (þ. e. raddar rithöfundarins) vegna hinnar og þessarar lífsreynslu hans í Madrid og París. ÞAÐ VERÐUR ALDREI HÆGT AÐ ÚT- SKÝRA EÐA STÆLA HINA SÉRSTÆÐU MÝKT OG REISN, ÍSMEYGILEIK OG YND- ISÞOKKA í STIL HEMINGWAYS. Þjóðsagan um Hemingway. Við höfum þó hér að framan, að ég ætla, getið töluvert af þeim atriðum, sem liggja þróuninni í stíl Hemingways til grundvallar. Það eru fleiri atriði í leiknum, ný skeið renna smám saman upp — hinn mikli listsigur, sem að nokkru leyti var kominn undir misskilningi og gerði Hemingway annað veifið ringlaðan; það komst eins konar Hemingway-þjóðsaga á kreik, sem aðrir menn spunnu upp, en sjálfur var hann þrælbundinn I'JÓRAR LJÓÐABÆK- UR hafa komið út eftir höfundinn. Xvær síðustu bókanna sýna, að liann er vaxandi skáld ineð listrænan tón. Hann er fjörmikill og' skapmikill, i uppreisn gegn um- hverfi sínu og lífskjör- um. Hjartað hefur liann á réttum stað. — Líf og list birtir að þessu sinni tvö ljóð eftir hann, en mun ræða skáldskap hans síðar. — RITSTJ. Kristján frá Djúpalæk Æfing no. 99 Lfr kristaltœrum JilaJia ég byggði háa höll og hennar þal^ oar mjöll, og glö&in var minn gestur. stío gerðust helgispjöll. Þtíí sólin tóþ að shýna, þá brá&na&i mín borg. Ó, bitra, myrþa sorg. Og htíítu þöþin hurfu og hennar glœstu torg. A stu&labergi síðan ég steypti nýja höll. Hún stáli bent er öll. Þar þtíeina urðarþettir og tungu sþorin tröll. Og gleymsþan er minn gestur. henni á tímabili. Hinn stutti gistivináttuleikur hans í herbúðum stjórnmálanna er kapítuli út af fyrir sig. Þar var hann frá byrjun eins og fiskur á þurru landi — hann, sem var svarinn óvinur allra slagorða, beygði sig um skeið undir hin stjórnmálalegu slagorð. En hann losaði sig und- an þeirri áþján. Það sjáum við gerst í síðasta stórverki hans Hverjum klukkan glymur (For Whom The Bell Tolls). Þar hefur hann aftur fundið aðal-viðfangsefni sitt. Að stíl líkist hann í þeirri bók æ meira Tolstpj í ,,Stríð og friður“. En það yrði of langt mál að fara út í þá sálma hér. Steingrimur snaraSi. LÍF og LIST II

x

Líf og list

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Líf og list
https://timarit.is/publication/819

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.