Líf og list - 01.05.1952, Blaðsíða 12

Líf og list - 01.05.1952, Blaðsíða 12
NÁTTÚRUMIKILL SKÁLDSÖGUHÖFUNDUR Indriði G. Þorsteinsson: SÆLUVIKA. Iðunn, Keykjavík, 1951 AÐ er ekki ólíklegt, að árið er leið verði síðar talið nokk- uð merkilegt í sögu íslenzkra bókmennta. Þó það marki ef til vill engin tímamót um stefnu eða viðhorf, hefur það fært okk. ur nýja höfunda, sem athygli manna beinist nú allmjög að. Einn þeirra er Indriði G. Þor- steinsson. Saga hans, Blástör, olli meira umtali.en títt er um smásögur ungra höfunda, og það leið ekki á löngu, áður en hún fékk ádrátt um andúð, sem varð höfundi hennar fremur til álits- auka. Og innan misseris hafði Indriði gefið út sína fyrstu bók. Sögurnar í Sæluviku eru eng- in kontórframleiðsla, það er næstum eins og þær séu sprottn- ar upp úr náttúrunni sjálfri; maður finnur „lyktina af kúa- skítnum“ og heyrir hví stóðsins bak við næsta leiti. Stundum eru þær nokkuð miskunnarlaus- ar, en það er náttúran líka í eðli sínu, jafnvel í blíðu sinni. í bók þessari kennir margra grasa. Sögurnar eru ekki allar steyptar í sama móti, sérhver þeirra ber sinn eigin svip, enda þótt brennimark höfundar sé á þeim öllum, skýrt og greinilegt. Og þótt sums staðar hylli þarna undir ýmsa andans menn nútím- ans, þá hefur Indriði engu að síður skapað sinn persónulega stíl. Hann hefur einnig háð sér allmikið af orðum, bæði nýtur hann þar ötulla fyrirrennara, og svo þekkir hann mál fólksins út og inn, alveg eins og það sjálft og umhverfi þess. Léleg saga fyrirfinnst ekki í bók Indriða, og ein sagan, Skeið af silfri gjörð, er verk, sem mað. ur gleymir ekki að loknum lestri. Þar er ofin saman góðlát- leg kímni og geðþekk hlé- drægni, en yfir sögunni er heið- ríkja og þýður andi. Ég held, að það sé góð saga. Kona skósmiðsins, er, ef til Indriði G. Þorsteinsson vill, no'kkrun^ línum lengri en hún þyrfti að vera, en í henni kemur það vel fram, hversu Ind- riða er lagið að bregða upp aukamyndum, sem standa eins og sýmból á bak við aðalefni sögunnar: Annars vegar „fölleit og langleit og horuð“ skósmiðs- kona, sem leggst með hermanni inni í geymsluskúr, hins vegar skálduð rotta, sem sti’ákarnir elta með grjótkasti. Blástör er skemmtileg saga og vel unnin; Baldi og ráðskona hans eru persónur, sem manni líða harla seint úr minni. , Vígsluhátíðin er ekki eins vel gerð, en þó er hún fyrir ýmsa hluti athyglisverð. Stíll hennar er nýstárlega harðsoðinn, sam. talsformið vandasamt; og um prestinn, „þennan litla kall, sem allir sögðu skrýtnar sögur af“ er það að segja, að hann sómir sér vel meðal annarra kennimanna í íslenzkum bókmenntum. Sæluvika, fyrsta sagan, er kannski einna sízt. Hún er tæp- ast nógu föst í reipunum, og þráður hennar mætti vera skýr- ari. Þó sögur Indriða séu yfirleitt bundnar núinu og yfirstandandi tíma, þá er hann engu að held- ur gleyminn á það, að þjóð vor á sér fortíð; og eftir sögunni Sel- kollu að dæma virðist hann eins geta sett sig inn í hugsunarhátt horfinna kynslóða. Og í annarri sögu standa þessi orð: „Hér hef- ur engin styrjöld geisað og engir menn verið drepnir, aðeins nokkrir hrokkið fyrir ætternis- stapa vegna kulda og fátæktar, en svo hljóðlega og æðrulaust, að enginn lét sig varða það.“ Svona.niðar „sögunnar blóð“ í æðum skáldsins! Ef eitthvað skal talið til galla, þá er það helzt, að sumum sög- unum er helzti þröngur stakk. ur skorinn, efnið þrengir um of að hinu hnitmiðaða smásögu- formi og verður fyrir þá sök nokkuð brotakennt. En Sæluvika spáir góðu um höfundinn og sýnir, að enn springa brum á vengi íslenzkra bókmennta. Erlendur Jónsson. 12 LÍF og LIST

x

Líf og list

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Líf og list
https://timarit.is/publication/819

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.