Líf og list - 01.05.1952, Blaðsíða 14
KRISTJÁN FRÁ DJÚPALÆK:
Mynd.
Ég málaði mynd aj k.°nu,
mittiS var grannt og augun
dul eins og dumbað haf.
Blóðdökkar> bungandi varir,
bylgjandi hár af gulli.
Aðeins sál hennar stíaf.
Og myndin tíar líkust Uki■
Ég leit á mitt tíerk og hryggðist,
og smán minnar smœðar fann.
Þar œpti htíer lína og litur:
Lífgjöf, morðingi, faðir.
Málaðu handa mér mann.
t
mótsagnir við heiti bókarinnar.
Eigi að síður eru þau táknræn
fyrir efnið. Skáldið lifir á
trylltri öld, en túlkun hans á
henni er „brot úr stökkum
steini.“ Hann finnur á sér, að
hann getur ekki lýst tryllingi
aldarinnar og tilraunir hans í
þá átt eru nánast misheppnað-
ar. Eina von skálds, sem vill lifa
sína samtíð, er að leggja niður
vopnin gegn henni, og leika
hljómkviðu hennar, semja list_
rænt lag fyrir áhrif hins mikla
gnýs, eitthvað í líkingu við Len-
ingradssinfóníuna. Og Elías
Mar hefur lagt við hlustirnar
og fundið stef úr hljómkviðu
samtímans. Hann syngur lát-
laust, en örlögþrungið lag sam-
tímans í eyru þjóðar sinnar, en
það er ekki Elíasar sök, hvernig
eyrun eru þvegin.
í Elíasi Mar kristallast mót-
setningar, mér liggur við að
segja fjarstæður, sjálfs samtím-
ans. í því liggur styrkur hans
sem skáld. Hann verður sjálfum
sér framandi í eigin húsi. En
hann er ekki gestur hjá sjálfum
sér í sama skilningi og Einar
Benediktsson. Þessa kennd tekst
honum vel að kveða inn í tauga-
kerfi lesandans í kvæðaflokkn-
um Við hrafntinnuskyggnan
flöt:
í stofu þinni varstu einatt gest-
ur.
Hve oft þú læddist þar
og fórst um húsgögnin
höndum ókunnugs manns
og leizt á dumbrauða veggina
sjónum þess er spyr.
Mannhafið, þjóðirnar, veita
einstaklingnum ekki lengur ör-
yggiskennd, heldur eru honum
fjandsamleg öfl. Þær búa yfir
ægilegri orku eins og þúsund-
höfða dýr, sem sleppt getur ver-
ið lausu þá og þegar:
„Þú veizt, að einmitt í þjáningu
þinni ertu einn, því að
þjáning þín er ekki þjáning
mannkynsins,
heldur glottir mannkynið að þér
— og þú sérð glottið.“
Hér væri ekki úr vegi að geta
hinna þýddu ljóða í bókinni, ort
af finnska skáldinu Katri Vala.
Þar kveða við svipaðir tónar, en
myndin er enn þá skýrari:
n
Skjálfandi hlýði ég á:
Myrkuröflin leika umhverfis.
Þau rjúfa flóðgarða Styx.
Dauðafljótið brýzt
yfir lönd lifenda.
Heyrifðu drekahvæsið
í eiturþokunni?
Lúðurmerki tortímingarinnar.
Þú hrópar upp úr svefninum,
barn,
óttaslegnum augum
teygir þú litlu höndina þína til
mín.
En sjáðu — ekkert amar að,
haustvindar kveða
blómrós og barn í svefn.
Gleðilegt og fagurt að vakna
við sól að vori.
Þú brosir, þú sofnar á ný.“
Slík túlkun hinnar trylltu ald-
ar er sterkari en sókn.
Við erum barnið, sem hrópar
upp úr svefninum, en máttar-
völd okkar segja: „sjáðu, ekk-
ert amar að.“ Þau róa barnið,
en eru jafnóttaslegin og það.
Verndarinn er jafn magnþrota
og sá, sem hann tekur að sér
að vernda.
Þar, sem Elías er beztur,
þar er hann skáld. — Þeg-
ar hann verður óvirkur áhorf-
andi samtímans og túlkandi,
en reynir hvorki að breyta hon-
um né sniðganga hann og sjálf-
an sig um leið. Hann beitir yf-
irleitt frjálsu formi, án ríms og
stuðla og hrynjandi kvæðanna
er frekar stirð. _ En við finnum
strax, að hann vill segja okkur
eitthvað, sem máli skiptir í hinu
dulkennda formi nútíðarljóðs-
ins. En sáðkornin munu falla í
misjafnan jarðveg enn sem fyrr.
Þeir munu firrtast, sem trúa á
goð. En þeir, sem vilja hlusta,
munu heyra óm af stefi, sem
lætur þá finna til þess, sem þeir
aðeins vissu áður, að þeir lifa
á trylltri öld.
Sv. B.
14
LÍF og LIST