Líf og list - 01.05.1952, Blaðsíða 21

Líf og list - 01.05.1952, Blaðsíða 21
Hjörleifur er enginn hávaðamaður sinni grein, heldur sér í skefjum, þræðir villugjarna stigu myndrænna vandamála hægt og bítandi, án flugs og heljarstökks, að því er bezt verður greint. Myndir hans þrjár frá Noregssýningunni eru komnar hingað aftur, og hinar myndirnar, eldri sem yngri, sverja sig í ætt við þær, þetta er ein og sama fjölskyldan, sami tónninn, sama tæknin, sérkennileg og talsvert per- sónuleg, einkum við fyrstu kynni, og eitt er víst: Hér liggur mikil ástundun og este- tískur lærdómur til grundvallar. Það er eftirtektarvert, hvernig Hjörleifi tekst stundum að ná ísmeygilegum áhrifum með þessum breiðu, stílfærðu flötum og kyrr- látu litatónum, eins einföld - næstum ódýr (billeg) - og aðferðin virðist við fyrstu sýn. Þó er deginum ljósara, að heiðarlega er unnið og samhljómun línanna og litanna, málarinn er laus við að sýnast meira en hann getur, enda þótt hann keyri sumar myndirnar oft að miklu leyti á estetískri dútlvinnu, eins og greinilega kemur fram í stóru myndinni, sem hann kallar: OFIÐ ÚR MÖRGUM ÞRÁÐUM. Engu að síð- ur vekur þessi dempaði, dumbleiti rökkur- bjarmi litanna (sem er næstum alger í öllum myndum hans) hjá manni nota- leikakennd, ekki ósvipaða kvöldskini á hallanda sumri, þegar síðasti roði sólarinnar er að hverfa af himninum og litir loftsins og jarðarinnar eru að fjara út með lognmjúkum hljóðleik. Hjörleifur er hánatúralistiskur málari að eðlis- fari; abstraktionir hans byggjast allar á litbrigðum jarðarinnar og loftsins, en hann leggur sýnilega mikla áherzlu á einfaldleik litanna; hann beitir örfáum litum jafnaðarlegast og áþekkri litatækni Hjörleifur Sigurðsson: Mannsmyna í flestum myndunum, og hann forðast að stilla litina svo hátt, að þeir verði forminu ofviða. Hins vegar er eins og á vanti, að hann leggi fyrir sig flóknar og harðsnúnar myndrænar gátur: Honum hættir til að stílfæra myndir sínar eftir of einhlítri formúlu, svo einhlítri, að hugljómunin bíður við það sáran hnekki. 4. maí '52 STEINGRÍMUR. ÁVARP Handíða- og myndlistaskólinn ENGINN, ER TIL ÞEKKIR, gengur þess dulinn, að með °g vegna stofnunar Hanclíðaskólans haustið 1939 hcfir af- staða og aðstaða almennings til vcrkriáms og listnáms gjör- breytzt og batnað að mun. Mcð skólanum og starfi hans síðflr var komið á inulcndri scrmcnntun kcnnara í smíðum, teiknun og handavinnu kvcnna. Opnaðir voru mögulcikar fynr almcnning, konur scm karla, börn og fullorðna, til náms og tómstundastarfa í fjöl- mörgum hagnýtum grcinum og listum, m. a. í útskurði, bók- LÍF og LIST 21

x

Líf og list

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Líf og list
https://timarit.is/publication/819

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.