Líf og list - 01.05.1952, Síða 13

Líf og list - 01.05.1952, Síða 13
LJÓÐ A TRYLLTRI ÖLD Elías Mar: LJÓÐ Á TRYLLTRI ÖLD. Helsrafell, 1951. Ég býst við, að margur, sem les Ljóð á trylltri öld eftir Elías Mar, hristi höfuðið og segi: Ekki er þetta betra en skilja við aðal- persónu í skáldsögu sinni liggj- andi í svaðinu fyrir utan Sjálf- stæðishúsið (náttúrlega var það sérstök ókurteisi við húsið, eins og vinur vor, Jón Reykvíkingur tók einhvern tíma fram). Ljóðin bjóða mönnum bókstaflega upp á það að hrista höfuðið. Öld_ in er tryllt, sem við lifum á, en það er ekki okkur íslendingum að kenna. Við höfum aldrei vilj- að annað en frið, eins og sendi- herrann okkar í Ameríku, Thór Thórs, tók fram í ávarpi sínu frá París fyrir jólin. Hitt er annað mál, og það er kannski okkur að kenna, að við dönsum eftir því hljómfalli, sem fyrir okkur er leikið. Getum við annað? Og það er Elíasi Mar að kenna, að kann kallar kvæði sín Ljóð á trylltri öld, án þess að honum takist að lýsa þeim tryllingi eða réttara sagt, án þess að honum leyfist það. Engu skáldi mundi leyfast það, því að það eru stjórnmál, en ekki skáldskapur. Önnur skáld, þaulæfð og viður- kennd ljóðskáld nágrannaland- anna, sem hafa langað til þess, leyfist það ekki heldur. Það er svo komið í okkar undarlega heimi, að ljóðskáldin fá ekki lengur að túlka sinn tíðaranda, þau eru í hnappeldu: Þau sprikla eins og fiskur á öngli eða brjótast um eins og hestur í feni í og með ,,á öldinni" okkar og leita þar að hálmstráinu til bjargar. En árangurslaust. Af hverju? Varla hefur nokkur tími múlbundið sín skáld, eins og sá, sem við lifum nú á. Enda er það tilgangslaust að ráðast á sam- tímann í heild. Það hljóta að verða eintóm vindhögg, því að skáldið getur þar engu um þok- að. Hve oft heyrum við ekki: „Fólkið vill frið“. Já, því skyldi Elías Mar það ekki vilja frið? Nokkrir ganga skrefi lengra og þar á meðal ýmis skáld, hinir einlægu leitendur að úrlausn vandamál- anna, og segja, ef „fólkið“ væri nógu einbeitt, þá yi'ði ekki framar háð stríð. Þá eru menn farnir að slá vindhöggin. Það eru ekki skáldin, ekki fólkið, sem ræður stríði og friði. Það eru þeir sem stjórna fólkinu. En þeim er heldur ekki sjálfrátt. Ef skáldin eða friðmælendur fólksins í dag, sætu 1 stjórnar- sölunum á morgun, þá myndu þeir stuðla jafnmikið að stríði og þeir, sem nú eru ábyrgir fyr- ir hinum uggvænlegu horfum í heimsmálunum. Enginn mundi trúa þessu upp á sjálfan sig, en eigi að síður mundi það hrapa- lega ásannast, því að engi ein- stakur er lengur orðinn frjáls gerða sinna. í þessu liggur hin þrotlausa leit einstaklingsins að lausn, sem ekki er til. í þessu liggur tilgangsleysi ádeilunnar á samtímann. Út frá þessum for_ sendum má afsaka atómskáldin fyrir að draga sig út úr sam- tímanum og fara í stað þess að keppa við Einstein með því að leita að áður óþekktum eindum í tilverunni, enda þótt sá sé munurinn á þeim og Eirístein, að hann vissi að hverju hann keppti, en þau ekki. Að vísu sagði ég ósatt um, að lausn væri ekki til. En enginn einn veit, hver hún er eða getur vitað. Svo að það kemur leitend- um að jafnlitlu haldi. Nú fara ef til vill ýmsir að halda, að þetta séu drög að tilvonandi jómfrúræðu á þingi. S.Þ. en ekki ritdómur um ljóðabók Elíasar Marar (Svo!). Það er misskiln- ingur. Þetta er ritdómur um þá sömu bók. Þefta eru forsendur hennar. Elías er einn þeirra fanga, sem ganga þrotlaust í hring innan við fangamúrinn í leit að skarði í vegg, sem hvergi fyrirfinnst. En hann er einn þeirra, sem gefst ekki upp. Táknrænar eru fyrirsagnir hans. Bókin heitir Ljóð á trylltri öld. Henni er skipt í þrjá kafla, sem heita: Brot úr stökkum steini, Yið hrafntinnuskyggnan flöt (því ekki skyggðan?) og Himinsýn. Þetta eru herfilegar LIF og LIST 13

x

Líf og list

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Líf og list
https://timarit.is/publication/819

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.