Birtingur - 01.04.1955, Blaðsíða 3

Birtingur - 01.04.1955, Blaðsíða 3
JÓN ÚR VÖR : föstudaginn langa 1954 Lengi, lengi hef ég staðið í f jörunni við hið mikla liaf sannleikans . . . . Og nú er ég faðir drengjanna, sem veiða síli á litla öngla föstudaginn langa. Gegnum píslarlijarta frelsara vors, sem dó á krossi, svo að við mættum lifa, synda inn í Ijóð mitt geislavirkir fiskar hina löngu leið frá ströndum Japans, og breyta andakt minni í ótta: Mun ekki óvinur frelsara míns varpa þúsund örsmáum helsprengjum í djúpið og börn mín veiða banvæna geislafiska? Ó, hversu ljóðfagurt orð. . . . þar sem vísur mínar falla grunnt, eins og steinar, og mynda fallega hringa. 1

x

Birtingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.