Birtingur - 01.04.1955, Blaðsíða 46

Birtingur - 01.04.1955, Blaðsíða 46
Nýtt blómaskeið íslenzkra ættjarðarljóða SVO FRJÁLS VERTU MÓÐIR. Nokkur œttjarðarljóð 1944—!954- Kristinn E. And- résson valdi kvœðin. Mál og menning. Fámenn þjóð sem býr í stóru og harðbýlu landi hlýt- ur að standa í nánari tcngslum við land sitt og sögu en stórþjóðir þéttbýlli landa. Víðáttur íslenzkra óbyggða vekja þá kennd að ferðalangurinn sé einn með landi sínu. Lífið í fámennum byggðarlögum í fjörðum og dölum skýrir fyrir lrverjum einstökum þátt hans í lífsbaráttu samfélagsins og hvessir ábyrgðartilfinninguna. Hvcr ein- staklingur, sem á annað borð er gæddur nokkru næmi fyrir sögulegu og lífrænu samhengi, verður sér þcss með- vitandi að hann, einmitt hann, er til þess kjörinn að gæta dýrra fjársjóða, sérstæðrar þjóðmcnningar, ómetan- legrar bókmenntaarfleifðar, göfugrar tungu og þess stolts sem er líftaug smáþjóðar og felst í svarinu fræga sem heimsvaldi miðaldanna var goldið: „Heyra má eg erki- biskups boðskap en ráðinn er eg í að halda hann að engu“. Sú margþætta kennd sem nefnd er ættjarðarást fær sígilda og varanlega mynd í ættjarðarljóðum skáldanna. Þau voru snar þáttur í sjálfstæðisbaráttu íslenzku þjóð- arinnar á síðustu öld og fyrstu áratugum þessarar ald- ar. Eftir að fullveldið var fengið og sjálfstæði framund- an á næsta leiti fór að bera á hrörnunarmerkjum í þess- ari ljóðagerð. í stað eldmóðs kom stundum innantóm skrúðmælgi. Einmitt þegar öllum mátti vera ljóst að ættjarðarljóð- in íslenzku stóðu á vegamótum dró válegar blikur á loft. Ungt og upprennandi heimsveldi, sem síðasta áratug- inn hefir fært áhrifasvæði sitt örar út en dæmi eru til í sögunni, fékk augastað á íslandi fyrir útvarðstöð til sóknar og varnar gegn hugsanlegum óvinum. Erind- rekum handan um haf tókst að koma svo máli sínu við íslcnzka valdamenn að á tíu ára afmæli endurreisnar sjálfstæðs lýðveldis situr erlendur her í landi og hern- aðarmannvirki rísa á hverju landshorni. Þá birtist þessi bók. Þar eru saman komin á einn stað 44 ættjarðarljóð frá þessum örlagaríka áratugi eftir allflest listfengustu skáld sem nú eru uppi á íslandi. Aðsteðj- andi háski hefir blásið nýju lífi í hina gömlu ljóðagrein. Bókin ber það með sér að hún er orðin til á umbrota- tímum í íslenzkri ljóðagerð. Háttbundin ljóð og hátt- laus, fornir hættir og nýstárlegir skiptast á á síðum henn- ar. En þessi fjölbreytni gerir hana ekki ósamfellda, öðru nær. Margbreytileiki formsins undirstrikar einmitt hið sameiginlega yrkisefni, dýpkar og skýrir mynd litillar þjóðar sem berst fyrir tilveru sinni í viðsjárverðum hcimi. Það er skemmst frá að segja, að þetta safn er órækur vottur um nýtt blómaskeið íslenzkra ættjarðarljóða. Sú fagun Ijoðmálsins, hnitmiðun og samþjöppun sem fram- sækin skáld síðustu áratuga hafa tamið sér ber hér ríkulegan ávöxt. Hér eftir ætti að þagna sá leiði sónn, að íslenzk skáld um miðja tuttugustu öld hafi gerzt föðurverrungar með því að ryðja nýjar brautir í ljóða- gerð. Það hafa skáld gert á öllum tímum. Auðvitað gefast tilraunir misjafnlega og ekkert skáld yrkir ein- tóm snilldarverk en hvert skáld og hvert tímabil ber að dæma eftir því bezta sem það hefir að bjóða. Þetta eru svo sjálfsagðir hlutir að ekki ætti að þurfa að taka þá fram, en því miður sanna dæmin annað. Land þjóð og tunga, þrenning sönn og ein, segir Snorri Hjartarson í einu kvæði sínu og tjáir þann- ig kjarnann í því viðhorfi, sem þessi ættjarðarljóð eru af sprottin. ísland, íslendingar og íslenzk menning eru skáldunum það sem heilög þrenning er hinum trúaða. Hrikafegurð íslenzkrar náttúru, mikil forlög smárrar þjóðar, sem landið byggir og menning hennar, vígð friði en frá- bitin ofbcldi, renna saman í máttuga heild. ÖIlu þessu ógnar hin erlenda herseta. Herskapurinn flekkar íslenzka náttúru: Ó bliknandi lyng undir banvænum skotreykjarsvælum! Ó brekkusóley sem kremst undir járnbentum hælum!

x

Birtingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.