Birtingur - 01.04.1955, Blaðsíða 16
HÖRÐUR ÁGÚSTSSON :
Byggingarlist
Sálfræðileg
áhrif
húsforms
Hið opna og
lokaða
í húshlið
Það er talað um að beizla orku, vatnsorku, raforku. Hér mætti tala um
beiztun rúms. Hús afmarkar rúm, umlykur það, gefur því gildi. Hús er rúm-
eining, samsett eða stök.
Eins og hljómur eða litur hefur rúmið sérstök sálræn áhrif eftir lögun
þess eða stærð. Það má einu gilda hvort við skynjum það að utan eða innan.
Tign eða reisn húss er mikið komin undir stærð þess. Hugsum okkur t. d.
Keopspýramídann smækkaðan niður í vanalega húshæð. Við myndum að
vísu alltaf dást að samræmi í hlutföllum en ægifegurðin væri samstundis
flúin. Þar með er ekki sagt að stærðin sé einhlít til að skapa byggingarlist
en hún er samt skilyrði fyrir stórfengleik hennar. Þegar hlutfall er jafnt milli
hæðar, lengdar og breiddar í húsformi, verða áhrifin einhliða og hversdags-
leg, húsið skortir tilbreytni og spennu. Beinum við sjónum inn eftir gotnesku
miðskipi höfum við gott dæmi um ráðandi hæð í rúmformi; línur og form beina
augum okkar upp á við, slíkt vekur alvörugefni, næstum upphafningu. Ef við
hinsvegar stöndum fyrir framan norðurhlið Alþingishússins hér í Reykjavík
höfum við gott dæmi um ráðandi breidd. Það er eins og hún veki jarðneskan
virðuleik. Aftur á móti er eins og lengd, eða segjum dýpt, veki dul.
Sumir vilja halda því fram að hin ýmsu trúarbrögð mannkynsins hafi
óafvitandi eða vitandi fært sér í nyt mismunandi áhrif rúmformsins til þess
að tákna heimsskoðun sína. Þannig þykjast menn sjá í útgröfnum og óreglu-
legum musterum Indlands hliðstæður dulspekilegrar heimsafstöðu, þetta
óljósa og fljótandi, þar sem vitund guðs rennur yfir, um og í alla hluti. f grísk-
um hofum eru lengd og breidd og hæð í hvað mestu samræmi, enda virðist
birtast í grískri heimsskoðun nokkurt jafnvægi milli hins himneska og jarð-
neska. Guðirnir byggðu Ólympstind og mennirnir áttu hlutdeild í ríki þeirra.
Gotneskt guðshús þykir lýsa vel kristnum viðhorfum, sem voru jarðfjandsam-
leg og himinhrópandi.
Fleira kemur til greina um sálfræðileg áhrif húsformsins, einkum afstað-
an milli hins opna og lokaða í húshliðinni, milli glugga og dyra annarsvegar
og veggflatar hinsvegar. Þetta er ekki ólíkt samleik skugga og ljóss í mynd-
um. Þegar veggurinn er næstum heill verða áhrifin drungaleg, þyngslaleg,
heimsfj andsamleg, samanber fangelsi, virki eða klaustur. Því meira sem vegg-
flöturinn opnast, því meira hýrnar yfir húsinu, það verður glaðlegra, tekur
þátt í hag umhverfisins. Mörg nútímahús lýsa þessu vel. Hið skynsamlega,
14