Birtingur - 01.04.1955, Blaðsíða 7

Birtingur - 01.04.1955, Blaðsíða 7
ÞORVALDUR SKÚLASON : Nonfígúratív list Nonfígúratíva myndlistin hefur verið að þróast frá 1910, eða síðan Kandinsky málaði fyrstu myndir sínar sem voru aðeins litir og form. Þessi stefna er því ekki það tízkufyrir- bæri sem margir, er lítið þekkja til nútíma- listar, vilja vera láta. Hinsvegar hefur hún tekið' miklum breytingum og auðgazt mjög eftir síðaii heimsstyrjöldina og er nú í stöð- ugri sókn víða um heim. Nonfígúratíva málaralistin og hin natúral- istíska eru algjörar andstæður, og til þess að reyna að skýra hina fyrrnefndu nota ég því þá síðarnefndu til samanburðar. Natúralistinn leitar sér fyrirmyndar og reynir síðan að líkja eftir henni með litum 'sínum og teikningum. Stundum leggur hann að vísu áherzlu á einstaka liti eða línur fyrir- myndarinnar til þess að ná meiri áhrifum. En litirnir eru honum þó fyrst og fremst tæki til að eftirlíkja blæbrigði náttúrunnar. N'onfígúratívt málverk skírskotar ekki til neinnar þekktrar fyrirmyndar. Það er í einu og öllu sköpun, bygging sem vex upp í huga höfundar þess. Þegar verkinu er lokið stönd- «m við andspænis mynd sem túlkar innri sjón málarans á liti og form. Til þess að ná árangri í þessari list þurfa menn að vera gæddir næmu lit- og formskyni. Torm og litir verða að lifa innra með málar- anum. En þetta er þó ekki nóg. Hann verður að komast til botns í hinu sérstaka eðli hvers litar sem hann notar til að tjá sig. Svipað 0g tónskáldið þarf að þekkja út í æsar hvert hljóðfæri hljómsveitarinnar, er nonfígúratív- um málara nauðsyn að skilja eigindir lita sinna. Því að í málverki hans syngja þeir hver með sinni rödd, óháðir eftirlíkingu á ytri fyrirbærum náttúrunnar. Litir eiga sér sína náttúru sem er í nánu sambandi við allt lifandi en samt eitthvað sérstakt. Við vitum í rauninni ekki hvað liturinn blátt er, fyrr en við hættum að tengja hann hafi, himni eða fjalli. í nonfigúratívu málverld hafa litir allt aðra merkingu en í natúralistísku. í hinu fyrrnefnda er þeim teflt saman, hverjum með sínum sérkennum; í hinu síðara eru sérkenni þeirra máð út til þess að líkja eftir yfirborði náttúrunnar. Áhrifamáttur lita er óumdeilanlegur, og eins það, að þeir eru jafn raunhæfur þáttur í lífi okkar og hvert annað fyrirbæri þess. Þorvaldur Skúlason Komposition 5

x

Birtingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.