Birtingur - 01.04.1955, Blaðsíða 37

Birtingur - 01.04.1955, Blaðsíða 37
ARTUR LUNDKVIST: Litazt um í bókmenntaheiminum i Þaö er auðsætt að heimsástandið eftir síðari heims- styrjöldina lrefur ekki verið bókmenntunum neinn lausn- ari á sama hátt og varð eftir fyrri heimsstyrjöldina. Endurnýjun, framábókmenntir og tilraunir láta að þessu sinni ósköp lítið fyrir sér fara. Hinir fjölmörgu ismar og skólar hafa ekki heldur látið til sín taka; að minnsta kosti hefur þá ekki borið sérlega hátt. I stað hinnar vægðarlausu baráttu um hugsjónir er nú komið þóf um kreddur. Samsteypur stórveldanna hafa treyst stöðu sína með aðferðum, sem dregið liafa úr tilbreytileik og valdið verulegum kyrkingi bókmennt- anna. Adrygli flestra beinist fyrst og fremst að hinni miklu pólitísku togstreitu (og þróun þeirri, sem hún hefur vakið). Hokkspólitísk afstaða verður skáldi oft fjötur um fót, en þó getur ef til vill orðið enn örlagaríkara fyrir það að taka ekki slíka afstöðu. 1 átökum heimsveldanna nú a dögum finnst mörgum skáldum þau svífa í lausu lofti ems og þau séu vonum svipt og viljalömuð. Þeim finnst þau illa vædd til að fullnægja kröfum veruleikans eða þeim þykir veruleikinn andstyggilegur og allt of mót- sagnakenndur. Á hinn bóginn er enginn hörgull á rauðum og svörtum stríðskempum. Þar eru á ferð full- truar ákveðnari heimskenndar, uggvænlegs tortímingar- viðbúnaðar, kaldrar tæknisérhæfingar. Til eru skáld, sem vilja cins og Neruda, að skáldskapurinn sé „ljós á jörðu“, og önnur sem vilja slást í för með Perse og fylgja vind- unum „sem blása nýjum hugmyndum í sorta hvirfil- byljanna". Ástæðan til að ég fjalla fyrst og ítarlegast um fransk- ar bókmenntir er sú að mér finnst þær athyglisverðastar °g lengst á veg komnar. Það er merkilegt, hve trúir Frakkar hafa reynzt sínum gamla upreisnaranda í bók- menntunum einnig eftir stríðið. Það á einkum við um hstskilning þeirra og framsetningu, sem eru runnin frá Baudelaire, Rimbaud, Lautréamont, Mallarmé og tengd ofnæmi tilfinningalífsins. Það á einnig fyrst og fremst við um ljóðlistina og þann prósa, sem henni er skyld- astur, cn síður skáldsöguna, sem skipar ekki eins veg- iogan sess í frönskum nútímabókmenntum. Erlendra listáhrifa verður lítið sem ekki vart, en hug- myndaáhrif eru auðsæ, einkum frá menningarsvæðum þar sem þýzka er töluð. Á sama liátt og frönsk stjórn- mál hafa lengi borið glögg merki þýzkrar áleitni, hef- ur þýzk hugsun haft augljós áhrif á bókmenntir Frakka nú á dögum. Súrrealisminn og existensíalisminn, sem hafa verið mjög ríkir þættir í bókmenntum síðari ríma, eru t. d. í meginatriðum af þýzkum uppruna. Báðar þessar stefnur grundvallast — hvor á sinn hátt — á marxism- anum og sálgreiningarkenningunni, auk þess sem exi- stensíalisminn hefur sótt sitt af hverju til Heideggers og Jaspers. Vitsmunir og lundarfar Frakka hafa þó skap- að eitthvað nýtt, sérstætt og gróskulegt úr þcssum áhrif- um. Súrrealisminn skaut rótum á hinum miklu endurmats- tímum um og efdr 1920, og hann hefur síðustu þrjá- tíu ár sannað, að hann býr yfir furðulegum endumýj- unarmætti. Þrátt fyrir sundrung og innri kreppur hefur hann stöðugt laðað að sér unga hæfileikamenn og lát- ið út ganga hressileg kjörorð, sem ýmist hafa valdið vem- legum umbrotum eða haft stundargildi. Forvígismaður- inn, André Breton, hefur verið spámaður súrrealismans og þótt hann hafi smám saman sett flesta fylgjendur hans út af sakramentinu, hefur hann augsýnilega aldrei þurft að grana sjálfan sig um græsku. Breton er draumóramaður nokkuð hneigður til ofstæk- is. Hann hallast í senn að dulhyggju og skynsemistrú og er þess vegna furðulega margslunginn og mikill fyrir sér. Hann er bæði hrifnæmt, innblásið ljóðskáld og skarpskyggn hugsuður. Honum er ekki mest í mun að skapa ljóð eða list, hann er á hnotskóg eftir draumnum, sem á að geta byltinguna, andanum, sem á að umbreyta veruleikanum. Hann er eins konar trúarbragðahöfund- ur á tímum, þegar trúarbrögð virðast úrelt og verða að breytast í stjórnmál, sálfræði eða ljóðlist. í trúarbrögðum sínum, súrrealismanum, hefur Breton reynt að sameina stjórnmál, sálfræði og ljóðlist. Súrreal- isminn hefur að þessu leyti fengið margan sigur bæði fyrir Breton og marga aðra (hann er í raun og veru uppistaðan í mörgu af því sem athyglisverðast er í frönskum nútímabókmenntum). En hann hefur ekki heldur farið varhluta af andstreymi, og þess hefur ef til 35

x

Birtingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.