Birtingur - 01.04.1955, Blaðsíða 4

Birtingur - 01.04.1955, Blaðsíða 4
Steinn Steinarr svarar spurningum um ljóð ungra skálda Finnst þér þetta safn vera gott eða slæmt sýnishorn af ljóðagerð yngstu skáldanna á Is- landi? Ég held að það sé nokkuð gott, enda er Magnús Ásgeirsson allra manna líklegastur til að inna siíkt verk vel af hendi. Sýnist þér eftir lestur bókarinnar að íslenzk Ijóð'list sé á hnignunarskeiði? Það held ég ekki, en fljótt á iitið sýnist mér ekki bóla þar á mörgum stórmennum. Enginn Matthías er þar og ekki heldur Einar Ben., eins og gamla fólkið segir. En hvað um það, þetta er sjálfsagt það sem koma skal, og þegar til kastanna kemur er maður víst ekki fyllilega dómbær um þá hluti sem standa svo nálægt manni sjálfum í tíma og rúmi. Álítur þú að skáld, sem vikið hafa að nokkru eða öllu frá stuðlum, höfuðstöfum og rími, hafi tekið' skakka stefnu? Ég held að það sé aukaatriði hvort Ijóð er rímað eða órímað. Enginn verður skáld fyrir það eitt að sleppa stuðlum, höfuðstöfum og endarími, á sama hátt og enginn verður skáld fyrir rímið eitt saman. Þetta eru að vísu göm- nl og viðurkennd sannindi, en þó held ég að Urn jól í vetur kom út Arbók skálda, sýnishorn af því hvernig yngstu skáldin yrkja á lslandi nú á dógum. Okkur langaði mjög til að fá umsógn einhvers sem vit hefur á um bók þessa. Okkur datt þá það snjallrœði í hug að hitta að máli Stein skáld Steinarr og spyrja hann nokkurra spurninga um skáldskapinn i þessari bók. Honum treystum við til að láta allt flakka sem honum byggi t hug, hvort sem það væri okkur til hnjóðs eða lofs. Þá fýsti okkur og að fá að heyra álit hans á þró- un Ijóðagerðar á Islandi nú síðustu árin, t. d. eins og hún speglast í árbókinni. Þess vegna kom ég að máli við Stein. Hann tók mér alúðlega eins og hans var von og vísa og var undireins fús til að gera okkur þennan greiða. Er nú ekki að orðlengja það nema ég lagði fyrir hann spurningar og hann svaraði af mikilli hreinskilni. Hér er sem sé um spurningar og svór að rœða, en ekki eiginlegt samtal. Hann spyr aldrei. Hann svarar. Eg mótmœli aldrei, þó að ég sé á öðru máli. Ég spyr ein- ungis. Auðvitað hljóta margir að vera ósammála Stcini, En hann þykist ekki heldur vera neinn dómari. Hann segir einungis álit sitt og það verðum við að hafa. Jón Óskar. sumir höfundar þessarar bókar mættu taka það til nýrrar athugunar. Afturámóti hefur mér ævinlega íundizt ljóðformið krefjast sér- staks máls eða orðbragðs eða hvað það nú heitir, táknræns, konsentreraðs, „upphafins“ máls. Einkum og sér í lagi hið svo kallaða 2

x

Birtingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.