Birtingur - 01.04.1955, Blaðsíða 15

Birtingur - 01.04.1955, Blaðsíða 15
Miho Hanajakví í Okuni Mynd á bls. 11: Utamaro: Spegillinn, tréskurðarmynd Mynd á bls. 12: Hokusai: Teikning áhugi á gömlu listinni þó ungu málaramir máli í Picasso-stíl, ungu skáldin yrki nýtízku- ljóð og abstrakt á Vesturlandavísu. Sama er uppi í leikhúsunum. Það er moitié-moitié: til helminga. Annars vegar gamlar menningar- erfðir, hinsvegar nútímalist með Evrópu- sniði. Þessi herra, segir Amada og bendir á Masao Takeúshi dansmeistara: hann er líka kennari í Vesturlanda ballett. Viljið þið að lokum segja eitthvað um komu ykkar til Islands? Það er saga frá því að segja: við héldum fyrst að hér væri eintómur ís og enginn dag- ur. Það er allt öðruvísi. Okkur hefur verið tekið mjög hlýlega. Hér finnst okkur búi gáf- að og Ijóðelskt fólk. Við' höfum farið í leikhús og heyrt sinfóníuhljómsveitina sem okkur finnst ekki standa að baki því sem við höf- um heyrt í stærri borgum. Hinn broshýri dansmeistari biður sérstak- lega að túlkaður sé fyrir mér nýr skilningur hans á nafninu Island: ís, segir liann: það þýðir amour, það' er ást, þetta er amour-land: land ástar. 13

x

Birtingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.