Birtingur - 01.04.1955, Blaðsíða 38
vill gætt meira út á við. I stjórnmálum liefur súrreal-
isminn átt erfitt með að láta til sín taka sem byltingar-
hreyfing, bæði á fjórða tugi aldarinnar sem sjálfstæð
stefna í tengslum við kommúnismann og seinna sem
víðtækari frelsisstefna andspænis stórveldunum. Á sviði
sálfræði og skáldskapar hefur súrrealismanum hvað eftir
annað verið skákað, oft af fyrrverandi súrrealistum, sem
höfðu snúið við honum baki.
Þcgar Aragon sagði skilið við súrrealismann var það
kannski til meiri baga fyrir hann sjálfan en súrrealism-
ann; hið sama verður varla sagt um Eluard, Tzara, Char,
Césaire. Á hernámsárunum sló einna mestum Ijóma á
nöfn þessara skálda allra innan andspyrnuhreyfingarinn-
ar, en Breton dvaldist hins vegar Iandflótta í Ameríku
og komst ekki í snertingu við þá félagskennd, sem í
baráttunni skapast og endurnýjunaráhrif hennar. Það
var á hemámsárunum að franski fílabeinsturnsskáldskap-
urinn hlaut eldvígslu sína og honum jókst ásmegin. Þeg-
ar Breton kom heim að stríði loknu, var hann ófróður um
það, sem gerzt hafði heima fyrir. Menn báru því minna
traust til hans en áður, og súrrealisminn glataði miklu
af þeim styrk, sem hann hafði haft.
Eluard, Tzara og Césaire höfðu þegar áður gengið í
lið með kommúnistum. Allt frá því upp úr 1920 höfðu
Eluard og Tzara verið höfuðskáld súrrealismans, og þeg-
ar þeir leituðu nýrra félaga í byrjun síðari heimsstyrjald-
arinnar, var ekki um að ræða neina kúvendingu í lífs-
skoðun; ekki heldur neina raunverulega stefnubreytingu
í Ijóðlist: í meginatriðum var framsetningin eins súrreal-
istísk og áður, þótt reyndar bóli á meiri tilhneigingu
til einfaldleika, alþýðlegri tjáningar. Þetta stafaði þó
ekki af vísvitandi tilgangi, heldur þeirri reynslu, sem
þeir hlutu af lífskjörum, tilfinningum og athöfnum þjóð-
arinnar á stríðsárunum.
Bæði á hernámsárunum og síðar allt til dauðadags 1952
hélt Eluard í ljóðlist sinni áfram linnulausri baráttu gegn
myrkraöflum úrkynjaðs þjóðfélags, gegn voli og víli,
gegn innri sundrung og fyrir þeirri dögun, þegar ógn-
um léttir og mennirnir ganga til starfa á morgni vonar-
innar og koma sér tryggilega fyrir í húsi kærleikans.
Þótt ljóð hans séu lcikandi létt eins og mælt af munni
fram, voru hvorki þau né sannfæring hans vægu verði
keypt, eins og dulinn þungi ljóðanna ber vitni um.
Fánýtt er að freista þess að stæla hin björtu, léttfleygu
ljóð hans án þcss að hafa gengið þá þyrnibraut, sem
hann gekk. Eluard er hcillandi dæmi um ljóðskáld, sem
af auðmýkt hjartans leiddi list sína til fulls þroska með
því að taka þátt í þjóðfélagsbaráttu samtímans og hliðra
36
sér aldrei hjá eríiðustu og mest þjakandi vandamálum
mannlífsins.
Tzara er ef til vill víðfeðmara og dýpra skáld en Elu-
ard, en jafnframt grautarlegri og ekki eins fágaður. í
ljóðlist hans, scm er í senn safamikil og þyrkingsleg,
er eitthvert magnþrungið sköpunarmyrkur, þar sem
fyrir brcgður rosaljósum og eldgosaleiftrum. Hann náði
hátindinum 1930 í „l’Homme approximatif“. Hann hef-
ur alltaf staðið einn og einmana í miðjum bardaganum
milli frurnkrafta þjóðfélagsins, milli steins og sleggju.
Upp úr 1930 varð ljóðlist hans um skeið mannlegri og
aðgengilegri, um menn, sem berjast á fjöllum uppi og
börn að leik á enginu, en nú virðist hann aftur hafa
þrengt hringinn um hina persónulegu, döpru og óra-
kenndu heimsskynjun sína; Ijóðskáld, sem flestum öðr-
um fremur veigrar sér við að sjá hlutina í skíru Ijósi
og meta þá að fullu.
Césaire er fremstur nútíma negraskálda, rödd hinna
kúguðu í nýlendum Frakka. Hann talar djarflegar en
nokkur annar máli hins svarta kynþáttar, túlkar þján-
ingu hans og reiði, stjórnlausar ástríður hans og lífs-
hungur, óbugandi mátt hans og framúrskarandi mann-
leg lífsviðhorf. Sartre hefur sagt um Césaire, að hann
hafi leitt súrrealismann til fullnaðarsigurs, að hann hafi
í afrískum eldi brætt allar mótsetningar. Ástríðuhiti
hans er ofsalegur, hann gýs eldi og myndum; það er
áþekkast náttúruhamförum, sem brjóta öll lög og eru
heillandi eða hrikalegar á að horfa. En jafnframt er
hann mjög markvís listamaður og byltingarsinni.
Sartre hefur skapað existensíalismann í sama mæli og
Breton súrrealismann. Strax í fyrstu bók Sartres, „La
Nausée“ (Velgjan), 1938, bóiar á því viðhorfi, að lífið sé
óbærilega tómt og tilgangslaust. En það var ekki fyrr en
á hernámsárunum að existensíalisminn varð fullmótaður
og öðlaðist ákjósanleg vaxtarskilyrði. Ur svartsýni er náð
hafði hámarki spruttu þverstæðukenndar matsaðferðir.
Angistin og óttinn við dauðann stuðluðu að sannari lífs-
reynslu. Ef maður er neyddur til atliafna, er óhjákvæmi-
legt að velja og hafna, og í því felst ákveðið frelsis-
form, þrjózkuleg ögrun mannsins og sigur yfir tómleik-
anum. Existensíalisminn fékk strax hlutverki að gegna
sem herská guðleysisstefna er aðallega var beint gegn
katólskunni. Hann hélt áfram uppreisn súrrealismans
gegn verulcikanum við nýjar og örðugri aðstæður og á
allt öðrum forscndum.
Bókmenntalega hefur existensíalisminn vcrið listileg-
ast túlkaður í verkum Sartres sjálfs, aðallega í leikrit-
um hans og ritgerðum, en síður í skáldsögunum, sem
bera of mikinn keim af natúralisma. „Les Mouchcs"