Birtingur - 01.04.1955, Blaðsíða 6

Birtingur - 01.04.1955, Blaðsíða 6
vísu engin trygging fyrir glæsilegri framtíð. Þó má það undarlegt heita ef þar er ekki gott skáld á ferðinni. Það er ekki úr vegi að leið- rétta hér þann misskilning, sem ég hef mjög orðið var við, að Hannes Pétursson sé læri- sveinn Snorra Hjartarsonar. Það er hann ekki í þessum kvæðum að minnsta kosti. Afturá- móti hefur hann lært mikið af Jóni Helga- syni og er gott til þess að' vita. Einar Bragi er víst mikill áhugamaður um skáldskap, en ekki verður ennþá séð hvert sá áhugi leiðir hann. Gunnar Dal minnir mig allmikið á Asmund frá Skúfstöðum — og má það undarlegt heita. Ljóð Stefáns Harðar eru skrítin og skemmti- lega gerð, þegar bezt lætur. Það má vel vera að frá honum sé nokkurs að vænta. Þorstein Valdimarsson hef ég aldrei kunn- að' að meta. Mér finnst kveðskapur hans óekta, þruglkenndur og lífvana tilbúningur, uppblásinn af einhvers konar gamaldags og umfram allt leiðiniegri rómantík. Kristján frá Djúpalæk hélt ég að væri gott skáld, allt að því þjóðskáld. Ég hef að vísu ekki lesið bækur hans, en eftir þessum kvæð- um að dæma virðist mér ekki mikils frá hon- um að vænta. Um Thor Vilhjálmsson þorí ég lítið að segja. Hann er fullur af skáldlegum belgingi eins og ungum mönnum er tamt. Það kæmi mér að vísu ekki allskostar á óvart að hann yrði einhverntíma í framtíðinni talinn til spá- mannanna, en eins og nú standa sakir finnst mér alvara hans dálítið innantóm og jafnvel allt að því brosleg á stundum. Jón Óskar er kannski alvarlegasta skáldið í bókinni, en ef til vill hefur hann valið sér óheppilega lærimeistara, Eluard og Neruda. Ekki er ég samt að lasta þá mætu menn, en þeir eru nokkuð fjarskyldir okkur eins og kannski frönsk og rómönsk menning yfirleitt. Þegar allt kemur til alls erum við elcki annað en barbarar, germanskir, engilsaxneskir og norrænir barbarar. Þar stendur fé okkar fót- um. Þar er sjálf uppspretta okkar, sem ekki lætur að sér hæða. Að lokum langar mig til þess að' minnast á Sigfús Daðason, „heiðursgestinn sem ekki er viðstaddur“, eins og Björgvin sýslumaður sagði forðum. Margir munu sakna þess að sjá hann ekki í þessum skáldahópi, því að við hann eru tengdar miklar vonir margra góðra manna. 4

x

Birtingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.