Birtingur - 01.04.1955, Blaðsíða 44

Birtingur - 01.04.1955, Blaðsíða 44
HJÖRLEIFUR SIGURÐSSON : . i . . Þrjár listsÝningar Þorsteínn Þorsteinsson fyrir framan eina af myndum sínum Sízt af öllu vildi ég fylla flokk þeirra manna, sem lofa það, er þeir kalla persónulegt sköpunarverk af svo mikilli áfergju að manni finnst, að sérvizkuleg meðal- mennska sé þeim hjartfólgnari en fágað heimssnið. En þegar myndir Þorsteins Þorsteinssonar eru skoðaðar verð- ur ljóst, hve óendanlega mikils virði það er, að lista- maður upplifi eitthvað sjálfur, þótt hann sé óhræddur við að færa sér reynslu annarra manna í nyt. Relief-mynd- ir hans, sem sýndar voru í húsi Þjóðminjasafnsins og skömmu síðar einnig í Listamannaskálanum voru bragð- daufar vegna þess, að þær voru ekki annað en endur- skin sólar, sem áður var komin hátt á loft. Samt skal ég ekki fortaka, að með Þorsteini leynist neisti hinnar dýru listgáfu. Hafnfirzki málarinn Sigurbjörn Kristinsson sýndi á sér tvær harla ólíkar hliðar: aðra iðandi af lífi sjávarpláss en einhvern veginn utan við alla Iistræna strengi, hina „fígúrulausa" en stórum fýsilegri til nánari kynna. Þar voru nokkur snotur málverk unnin af alúð og vand- virkni og gædd lífi. Líklega er Bragi Ásgeirsson bezt listamannskostum búinn þessara þriggja. Hann hefur þeyst um veröldina, kynnzt ótal málurum og tileinkað sér margt í fari þeirra og háttum. Formsköpun í myndum hans er mjög háð ýmsum samtíðarmönnum og kennurum enda virðist hann ekkert feiminn við að láta það vitnast. Þrátt fyrir þetta eiga myndirnar einhvern samnefnara, einkum hvað litinn snertir. Hann glóir eins og gullsandur í lófa mál- arans en virðist fremur liggja ofan á léreftinu en vera gróinn við það. Með árum og reynslu verður hann sjálf- sagt fyllri og dýpri og tengist fastara innri lífæðum listaverksins. 42

x

Birtingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.