Birtingur - 01.04.1955, Blaðsíða 39

Birtingur - 01.04.1955, Blaðsíða 39
(Flugúrnar) cr í öllu tilliti framúrskarandi lcikrit, scnt felur undir fornuni kiæðum snjalla nútímalausn á sektar- vandamálinu: mannlcg nauðsyn réttlætir sökina, knýr menn til að fjalla um hana af kaldri rökhyggju en vfsa háspeki á bug og brjótast að lokum út úr vítahring hinna fornu fórnarhugmynda. í öðrum lcikritum sínum er ekki örgrannt um að Sartrc beiti nöktum áróðursaðferðum, en hann fjallar alltaf um knýjandi vandamál og árangur- inn verður eins konar nútíma hugsjónaleikrit (idéteater). í skarplegum athugunum sínum á Baudelaire og Genet hefur Sartre myndað sér sjálfstæðar sálgreiningaraðferð- tr af furðulegri hugkvæmni og komið með rnargar óvænt- ar skýringar. Mcð síferskum leikandi og skarplegum gáfum hefur liann samið verk, sem eru bókmenntunum verulcgur ávinningur. Hreyfing existensíalista fullnægði ótvírætt um skeið almennri þörf í Frakklandi. Þegar hún tók að breiðast ut varð hún brátt að tízkustefnu, sem ýmiss konar bögu- bósar héldu mjög á lofti. En af kjarna existensíalismans spruttu hugmyndir og lífsviðhorf, sem enn eru í fullu fjöri. Sartre og Camus voru um tíma eins konar tvístirni existensíalismans. En þeir urðu bráðlega viðskila. Camus faerði sér í nyt hugsanagang Sartres þcgar hann mótaði fjarstæðukenningu sína, kenninguna um að þrátt fyrir tilgangsleysi alls geti maðurinn léð lífi sínu tilgang með abyrgum og markvísum athöfnum. Camus hefur í skáld- sögunni „l’Etranger“ (Útlendingurinn) lýst fjarstæðu- manninum þannig að hann sé utangátta í heiminum; hann er svo fullkomlega einlægur að honum dettur ekki i hug að ala með sér neinar tálvonir eða sjálfsblekkingar °g verður því einmana, kaldlyndur og cinangraður. Hann neyðist til að svara til saka fyrir manndráp, sem hann hcfur ekki framið að yfirlögðu ráði og virðist algerlega ut f hött. Þetta verður til að hrífa hann úr einangrun- innt, og þegar hann hefur verið dæmdur til dauða skynj- ar hann veruleikann á ný. Þessum raunum hans og þrengingum hefur Camus tekizt að lýsa á hnitmiðaðri °g raunsannari hátt en Hemingway og öðrum amerísk- mn rithöfundum, sem beitt hafa svipaðri tækni. Aðstaða sögupersónanna er þó ekki jafn nöturleg í n*stu skáldsögu Camus, „La Peste“ (Plágan). Það er eins. og hann sé að reyna að gera skil kennisetning- unnt „Existensíalisminn er húmanismi", sem Sartre setti fram t opinberri ritdeilu, en farist heldur óhönduglega. etkrit eins og „Caligula" verður á vissan hátt óhugnan- egt vegna þess, hvernig höfundurinn beitir nær ótak- tnötkuðum möguleikum fjarstæðukcnningarinnar á notk- un öfugmæla, en þó er það heillandi verk um það, hve valdið má stn lítils og athafnirnar hrökkva skammt and- spænis hugarflugi og girndum. I „l’Homme révolté" (Uppreisnarmaðurinn) leitast Camus við að rannsaka hamskipti byltinganna, hvernig þær hafa breytt um eðli í tímanna rás. í bókinni hyllir hann einstaklinginn, sem gerir sér ljósa grein fyrir markmiði og leiðum og er alltaf í uppreisnarham. Að vísu er Camus allvel rökfimur, en málflutningur hans verður nokkuð tortryggilegur vegna þess hve bund- inn hann er einstaklingshyggju, sem getur reynzt brigð- ul, eigi hún sér enga stoð í þjóðfélagsöflunum. En Cam- us vill leiða hjá sér stórátök stjórnmálanna til að geta unnið óháðari en ella og með flekklausari vopnum að nauðsynlegri umbyltingu heimsins. Sartre hefur haldið í gagnstæða átt. Hann hefur hneykslazt á rotnun margs, sem talið er „hinum frjálsa heimi“ til gildis og farið að halla sér að kommúnismanum. í togstreitunni milli kommúnisma og katólsku á kommúnisminn greinilega meiri hylli að fagna meðal skáldanna. Hjá báðum aðilum eiga þeir vísan öflugan bakhjall, ágætis ræðustól, gegn allverulegri undirgefni, en kommúnistunum er meira í mun að breyta þjóðfé- laginu og þess vegna eru þeir vinsælli. Og þótt skarp- skyggnum áróðursmönnum katólskra virðist fara fjölg- andi, eru nær öll skáldin í hópi þeirra miðaldra eða eldri. Þá hafa skáld, sem standa eða hafa staðið súrrcalism- anum eða existensíalismanum nærri, auðgað mjög bók- menntirnar. Jafn frábærlega frumlegur maður og Michaux getur virzt gersamlega ósnortinn af málefnum samtímans, en í raun og veru hafa þau orkað mjög á hann. Yfir einmanaleik hans og einangrun hvílir þróttmikill, að maður ekki segi áleitinn blær. Viðkvæmni sinni skýlir hann með sífelldum árásum og mótleikjum. Hann með- höndlar veruleikann af gáskakenndum eða örvæntingar- fullum ofsa, þangað til allt umturnast eða leysist sundur í afkáralegar kynjamyndir. Hinir stuttu prósakaflar hans eru stundum eins og nákvæmar lýsingar á ímyndaðri vofuveröld; frelsi og ófrelsi fallast í faðma í einingu and- ans. Frásögur, ferðalýsingar, Ijóð og sjálfsævisöguleg at- riði bindur hann í napurlega skýran og nístandi prósa, sem ógerlcgt er að skýrgreina. Michaux hefur gengið svo langt í sérhyggju að því er líkast sem hann gangi úr ham sínum og sé orðinn eins konar tvífari sjálfs sín: Sjálfið verður rannsóknar- efni óháðs vilja skáldsins, vettvangur, þar sem auðveld- ast er að virða fyrir sér árekstra innri og ytri veruleika. Annað skáld, sem ekki er stður einkennandi fyrir tím- ann er Cbar, sem Camus hefur nýlega hyllt sem skáld 3?

x

Birtingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.