Birtingur - 01.04.1955, Blaðsíða 18

Birtingur - 01.04.1955, Blaðsíða 18
Proportion - Karakter — Harmoni Not og fegurð hóísama, virðulega liggur einhversstaðar þarna á milli. Forhlið Menntaskól- ans er ágætt dæmi þess. Þrír eiginleikar setja svip sinn á allar fagrar byggingar fyrr og síðar, en þeir eru: hlutfall (proportion), sérkenni (karakter) og samræmi (harmoni). Hvort sem við lítum egypzkan pýramída, grískt hof, gotneska kirkju eða nútíma íbúðarhús, birtist ávallt sérstök afstaða í mati á hæð, lengd eða breidd: hlutfall. í gegnum andlit byggingar nemum við það sem kalla mætti sál henn- ar eða innri eiginleik: sérkenni. í meistaraverkum byggingarlistar má ccvallt sjá hvernig einstök atriði þjóna heildarmarkmiði, ekkert þeirra fær að rjúfa afmarkaða skipan höfundar. Þetta kölluðu Grikkir harmoni: samræmí. Stærðfræðikennarinn okkar við Menntaskólann skipti nemendum í tvo hópu, þann sem kunni að skrifa á töfiu og hinn sem kunni það ekki. Að kunna að skrifa á töflu taldi hann vera í því fólgið að byrja efst, hafa lín- umar beinar og skipa þeim í röð og reglu á svartan flöt töflunnar, þ. e. a. s. hafa samband við eða næmi fyrir vídd töflunnar, tengjast henni og tjá sig, þótt á frumstæðan hátt væri, með því að hafa línurnar í einhverri vísvitandi afstcðu sín á milli og við rammann, en láta þær ekki leka í kæruleysi niður af fletinum eins og glutur. Hér er komið við kjarna allra mótunarlista. Einmitt þess vegna er byggingarlistin svo þýðingarmikil, að hún krefst miskunnailaust, eins og menntaskólakennarinn okkar forðum, nákvæmni í allri rúmskipan, í öllu sem lýtur að hrynjandi stærða og forma, og því er hún með réttu nefnd móðir mótunarlista. Enda kemur á daginn að þar sem hámenning hefur ein- hverntíma þrifizt ber byggingarlist einna hæst: Egyptaland, Grikkland, Ind- land Kína, Toskana, Flæmingjalönd; og í dag fögnum við henni sem frelsun undan ofurfargi hrárrar og blindrar iðnvæðingar, sem hefur hingað til vísað listinni að mestu leyti á bug. Nú vitum við það að hús eru ekki reist til þess eins að við fáum leikið okkur með stærðir og formmyndir, hús hafa enn annan tilgang: Þau eru okkur skjól gegn veðrum og vindi, þak yfir höfuðið, vernd gegn ónæði, vinnustaður, vé. Hús gegna þjóðfélagslegu og einstaklingsbundnu þjónustuhlutverki. Til þess að hús eigi tilverurétt verður að vera þörf fyrir það, og hlutverk þess verður að birtast í útlitinu: Þetta er sjúkrahús, verksmiðja, kirkja, bústaður. Það kann að þykja hjákátlegt að tala um jafn sjálfsagt mál og að hús eigi að reisa og skipuleggja eftir þeim notum, sem hafa á af því. En það er eins og mönnum sjáist oftast yfir þessa einföldu hluti, því hvarvetna blasa við sjónum okkar um gjörvallan heim hús, sem gætu virzt vera allt annað en einmitt það sem þeim er ætlað. Þetta skildu menn í fornöld, þegar þeir létu svo lítið að hafa fegurðina með í ráðum; fá hús í heimi bera hlutverki sínu eins ljóst vitni og Colosseum í Róm. í allri sannri byggingarlist tengjast not og fegurð dularfullum böndum og verða óaðskiljanleg. Um það hafa menn alltaf deilt hvort leggja skuli höfuðáherzlu á nytsemi eða fegurð, en eitt er víst: í 16

x

Birtingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.