Birtingur - 01.04.1955, Blaðsíða 8

Birtingur - 01.04.1955, Blaðsíða 8
Þeir sem telja málverk, er hefur litbyggingu eina að inntaki, óraunhæft og tómt hafa ekki athugað mál sitt vel. Við getum lifað' lífinu án fjalla — en tæp- ]ega án lita. Fjöll þykja þó fullboðlegt við- fangsefni fyrir málara. Hér á Islandi að minnsta kosti. Nonfígúratívt málverk er eins og áður var sagt eingöngu bygging Jita og forma. Milli verksins og listamannsins er enginn þriðji að- ili, ekkert mótív handan við myndina. Það leiðir af sjálfu sér að formheimur slíkra mál- verka er allur annar en natúralistískrar mynd- ar. Þar er hraði t. d. túlkaður með' því að sýna hest á hlaupum, bárur sem brotna við strönd o. s. frv. — í nonfígúratívu málverki felst hreyfingin í hlutföllum þess, í hrynjandi myndarinnar. Þar er ekki skírskotað til hreyf- inga sem við þekkjum úr hinni ytri veröld. Það byggist á rýtma sem býr í manneskjunni sjálfri. Málarinn snýr sér beint til áhorfand- ans og tjáir formkennd sína milliliðalaust. I allflestum tilfellum er það aðeins natúralist- ískt uppeldi hins síðamefnda sem kemur í veg fyrir að hann og listamaðurinn mætist. Oft heyrist talað um að þessi málverk séu flöt og tóm, þau skorti rúm og dýpt. Hér er auðsæiiega átt við fjarvídd natúralistískrar myndar. Nonfígúratívt málverk er vitanlega allt annars eðlis hvað snertir dýpt og rúm. Þar er ekki reynt að eyða áhrifum fiatarins; þessari fögm undirstöðu verksins er haldið eins óspilltri og frekast er unnt. En samt er hér vídd, ekki síður en í natúralistísku mynd- inni. Form eiga sitt sérstaka rúm, þau em misjafnlega opin eða lokuð. Það má þjappa þeim saman, láta þau víkka og leysast sund- ur á fletinum, þau geta verið ýmist dökk eða björt. Litir hafa einnig þá náttúru að þeir standa misjafnlega framarlega, séu þeir settir hlið við hlið, Rautt kemur á móti okkur, blátt Þorvaldur Skúlason Komposition víkur undan o. s. frv. í þessu felast rúm og dýpt hinnar nonfígúratívu myndar, sprottin úr formkennd og hugsun málarans. Ymsir tala um að þessi verk séu geómetrísk y og köld. Þessu fólki langar mig til að benda á, að hita eða kulda listaverks er fyrst og fremst að finna í heild þess og reisn allri en ekki einstökum fomium. Hitt er svo annað mál, að tilgangslaust er að leita þeirrar hóf- lausu tilfinningasemi og væmni í góðri non- fígúratívri mynd, sem í margra. augum er tákn ástríðna og hita. Allar listir em í nánu sambandi við hugsun og tilfinningu samtíðar sinnar og svo er einnig um nonfígúratíva málaralist. Hún ber í sér hraða nútímans og breytileik, en einnig ná- kvæmni í vinnubrögð'um. Þannig túlkar hún anda tímabilsins kannski frekar en ytra útlit, þess. 6

x

Birtingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.