Birtingur - 01.04.1955, Blaðsíða 22

Birtingur - 01.04.1955, Blaðsíða 22
Horushofið í Edfu, Egyptalandi Hnattstaða Þesskonar heilsuvernd virðist haía verið í meiri hávegum höíð íyrr á öldum en á okkar dögum. Að lokum er vert að minnast á atriði, sem ávallt hefur ráðið miklu um mótun og gerð húsa, en það er hnattstaða og það sem af henni leiðir, svo sem sólarhæð, veðurfar, landslag, jarðvegur. Hugsum okkur t. d. mismuninn á afstöðu íslenzks og ítalsks arkitekts til sólaiinnar. Hér miðast allt við að fá sem mest af sólskini inn í húsin, á Ítalíu miðast allt við að hlífa fólki við brennandi skini sólarinnar. Egyptar þurftu ekk- ert að hugsa um þök af því að það rigndi aldrei hjá þeim, enda eru þau ýmist flöt eða alls engin. Strax þegar norðar dregur og við komum til Grikklands, veitum við því athygli að það eru komnar burstir á húsin. Þar rignir. Kannski er þetta eini raunverulegi munurinn á grískri og egypzkri byggingarlist. Menn byggja öðruvísi á sléttum Flæmingjalands en í hálendi Alpanna, á nakinni jörð en gróðurmildri. Loks skiptir jarðvegurinn miklu máli, því hann leggur vanalega til byggingarefnið. Hús eru gjörólík útlits eftir því, hvort þau eru hlaðin, smíðuð úr viði eða steypt, viðmót graníts er allt annað en tígulsteins, marmara annað en kalksteins. Þetta skiptir ótrúlega miklu máli sem bezt sést á því, að við fslendingar eigum engan byggingarsögulegan arf af þeirri ein- földu ástæðu að land okkar gaf forfeðrunum ekkert varanlegt efni til að byggja úr. Það er önnur saga, sem síðar verður að vikið. Framh. 20

x

Birtingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.