Birtingur - 01.04.1955, Blaðsíða 34

Birtingur - 01.04.1955, Blaðsíða 34
JOHN MILTON Greinarhöfundur Helgaiells gengur þess ekki dulinn, að ýmisleg vandamál fylgja sam- búð við erlendan her. En samkvæmt skilningi hans stafa vandamálin eingöngu af því, hve bandarískir hermenn hér séu óvandir að vin- um, að þeir gangist mest fyrir „viðhlæjend- um“, en gleymi því, að til séu líka góðir menn, sem hafi sig lítt í frammi, þótt þeir kunni engu síður að meta ágæti dollarans en hinir. Harðast veitist þó greinarhöfundur að þeim stjómmálamönnum, sem mestan þátt áttu í að koma hernáminu í kring. En ástæðan er alls ekki sú, að hann sé á móti hernáminu, heidur finnst honum þessir stjórnmálamenn allt of hálfvolgir í þjónustu sinni við hinn er- lenda her. Og er þetta í fyrsta skipti sem nokk- ur sér ástæðu til að núa þeim því um nasir. En mergurinn málsins er sá, að annað hvort erum við í hernaðarbandalagi eða við emm það ekki, og þess vegna álítur greinarhöf- undur það heilaga skyldu okkar að þegja yfir öllu sem aflaga fer í sambúðinni við þennan her. Öll sú vanvirða og allur sá skaði, sem hernámið kann að baka okkur, skal framvegis heyra undir hernaðarleyndannál, og þessi uppástunga kemur frá íslendingi!!! Sú puntstétt, sem ein ber ábyrgð á þessu hernámi, á sér líka annað veizlupunt en ætt- jarðarástina, og það veizlupunt er Fjallræðan. En jafnvel Fjallræðan dugir þeim ekki lag- færingarlaust: I stað þess, sem áður var kennt, að rífa hið hneykslanlega hægra auga í burtu, þá eiga menn nú að loka því. Svo segir í gamalli íslenzkri þjóðtrú, að ef naut voru skilin eftir hálfbirkt á blóðvelli, þá hljóp í þau andi og magnaði til afturgöngu. Því miður virðist sá andi sem hlaupið hefur í Helgafell ekki vera af betri endanum, en það er von allra góðra manna, að jafn ágætir ritstjórar og þar eiga hluta að máli hýsi hann ekki til frambúðar. Blíða á íslenzku eftir Jón Þorláksson (1744—1819) Blíður er árblær, blíð er dags koma, fylgja henni tónar töfrafullir árvakra fugla, sem er eyrna lyst. Blíður er röðull, þá er breiðir hann austan árgeisla á unaðs foldir, yfir grös, eikur og aldini, sem þá deig glansa fyrir döggfalli. Blíður er sá ilmur, sem upp af jörð eftir regn rakri rauk í blóma; blíð er kvöldkoma í kælu mildri og hljóðlát gríma með helgum sér fagurrödduðum fugli þessum. Og með mána þeim, er svo milt lýsir, meður gimsteinum, er glóa svo livervetna himins á hvelfingu, stjarna fjölfylktu föruneyti. (Úr Paradísarmissi) 32

x

Birtingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.