Birtingur - 01.04.1955, Blaðsíða 47

Birtingur - 01.04.1955, Blaðsíða 47
Jón Helgason hefir snilldarlega komið orðum að til- finningu sem fáir íslendingar munu með öllu hafa farið varhluta af á undanförnum árum. Hermaður í íslenzku umhverfi er eins og hjáróma tónn í Iagi: Fótatak vinu þinnar heyrir þú ckki því að framandi stríðsmenn hafa rofið kyrrð næturinnar segir Jón Óskar. Að þjóðinni sjálfri steðjar tortímingar- hætta ef að því skyldi reka að herstöðvarnar tækju fyrir alvöru að gegna hlutverki sínu: Endist hverjum til skemmstra stunda undir himninum heiða á tröll að heita til vemdar sér orðar Þorsteinn Valdimarsson þá hugsun. En jafnvel þótt ekki komi til vígaferla er Islendingum vandi á hönd- um. Nú reynir íslcnzk þjóð á þínar rætur er dómur Guðmundar Böðvarssonar. Sjálfsvirðing þjóð- arinnar og siðferðisþrek bíða alvarlegan hnekki ef til lengdar er trúað á erlcndan pcning eins og Halldór Helgason orðar það. Mörgum hlýtur að vcrða á að spyrja eins og Hannesi Sigfússyni, hvort lífæð þjóðarinnar muni leysast undan valdi klakans fyrr en heitu hjarta liennar blæðir út —? Utkoma þessarar bókar er eitt af því sem gefur rétt til að vona að hægt verði að svara þeirri spurningu ját- andi. Þorri íslenzkra skálda samtímans leggst á eitt að benda löndum sínum á, hvar á vegi þeir em staddir. Tilgerðarlaust en myndríkt málfar og djúp einlægni eru aðal þessara ljóða. Það eru lífvænlegir eiginleikar og til Ícss fallnir að opna augu manna fyrir því, að hlutverk slendinga er nú sem fyrr að ávaxta eftir getu þann menningararf, sem þúsund ára byggð í þessu Iandi hef- ir skapað og fórða lionum frá tortímingu. En hvar eru skáldin sem hrífast til kvæða af þeirri kcnningu, að háleitust köllun þjóðarinnar sé að gerast berskjaldaður út- vörður erlends herveldis, vegna þess að það búi við svo göfugt stjórnskipulag? Þau hafa ekki látið á sér bæra enn sem komið er. íslcnzkar bókmenntir eru svo auðugar, að flestu, sem gerist í samtímanum, má finna hliðstæðu frá fyrri öld- um. Lestur Svo frjáls vertu móðir rifjaði upp þetta er- indi frá Sturlungaöld: Grund, tak bölvi blandin bót fyr glæpsku ljóta! Þér mun óhlýðni ærin, ísland, búa píslir. Þú mátt ófrið óttask, óþýð, nema vel hlýðið, fold, þeims sverðum sjaldan — siðir breytiz hér! — neyta. Hið ókunna skáld, sem orti þetta á þrettándu öld, reyndist sannspátt. Vonandi gefa íslendingar tuttugustu aldar betri gaum varnaðarorðum skálda sinna en sam- tímamcnn þess. Magnús Torfi Ólafsson. Prentvillur í 1. hefti Birtings Bls. 8 hr lesist: hér. Bls. 10 hönd lesist: hendi. Bls. 15 þeirra lesist: þeirrar. Bls. 22 on lesist: notre. Bls. 23 ljáðskáld lesist: ljóðskáld. Bls. 24 Guðræknistund lesist: Guðræknisstund. Bls. 24 sprengjurústunum lesist: sprengirústunum. Bls. 25 aldamát lesist: aldamót. 45

x

Birtingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.