Birtingur - 01.04.1955, Blaðsíða 13

Birtingur - 01.04.1955, Blaðsíða 13
danskona Japans, tveir hljóðfæraleikarar, sá er lék á samisen (hljóðfæri lílvt gítar) og Kohei Amada sem lélv á koto (stórt silki- strengjaliljóðfæri) og loks dansmeistari flokks- ins, Masao Takeúshi ungur maður broshýr. Kohei Amada túlkaði á frönsku fyrir hin sem töluðu japönskuna eina. Miho Hanajakví sýndi mikla þolinmæði og ljúfmennsku að fræða mig fávísan sem og aðrir viðmælendur mínir þarna og var fólk þetta með' afbrigðum viðmótsþýtt og framkoman með tignum hátt- vísiblæ. Fyrst fékk ég að heyra sögulega út- listun á ýmsum dans- og leikformum og gefst tóm að rékja fátt eitt af því. Eitt elzta. dans- formið er frúin nefndi er gigahu sem fluttist frá Kóreu til Japans á sjöundu öld og báru dansendur grímur. Þar kemur ljónið fyrir en það dýr er ekki til í Japan þótt þess verði mjög vart í japanslcri list svo sem list allra Buddha-dýrkenda. Þá má nefna dansana bugaku sem komu fram um líkt leyti undir indverskum, kínverskum og kórverskum á- hrifum. Skylt því er gagaku mjög aristokrat- iskt form, en þess sér dæmi í japönsku k\rik- myndinni Hlið Vítis sem nú er sýnd víða um lönd við mikla hrifningu. IJafið þér séð hana? spyr Kohei Amada. Nei því mið'ur hef ég ekki átt kost á að sjá hana. En ég var mjög hrifinn af Rashovion og Börn Hvrosíma. Amada skilar því til hinna og ég sé að þeim þykir vænt um að heyra. Svo er komið að Noh-leikjunum og Kabuki. Kohei Amada róðgast við Miho Iíanajakví. Um stund hlýði ég á fjörugt samtal á jap- önsku og horfi frá einu til annars, andlitin eru lítil og nett og leiftrandi, atkvæði orðanna eru stutt og snöggur hljómur smellur títt og nrinnir á strengjahljómana frá samisen-liljóð- færinu. Noh, segir Ivohei Amada: það er leiklist með dansi sem kom fram á þrettándu öld og mun vera eitthvert elzta leiklistarform sem enn er tíðkað'. Það var fullkomnað af feðgum tveim sem voru miklir snillingar og lifðu frá því um miðja 14. fram á miðja 15. öld. Þetta leik- listarform er mjög intellektúelt og marg- slungið. Það var framan af aðallega eign að- alsins samurai á lénstímanum. Áður fyrr var venja að sýna Noh-leiki í heilan dag, byrja að morgni og leika fram á nótt, menn sátu á strámottum, höfðu með sér nesti og nutu list- arinnar. Þetta hefur breytzt. Hraðinn á véla- öld og óþreyjan sem fylgir, það hefur breytt þessu. Nú eru sýningarnar styttri. Noh-leikir eru mjög strangir í forminu og höfða mikið til 11

x

Birtingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.