Birtingur - 01.04.1955, Blaðsíða 41

Birtingur - 01.04.1955, Blaðsíða 41
ÍIÖRÐUR ÁGÚSTSSON: Skálholt Líkan af fyrirhugaðri Skálholts- kirkju eftir Hörð Bjarnason, húsameistara ríkisins „Öll sönn húsagerðarlist er harn síns tíma og ber samtíðinni vitni. Allar tilraunir til að skreyta sig með lánsfjöðmm liðins tíma er flótti frá sjálfum sér“. Gunnlaugur Halldórsson arkitekt t tímaritinu Vaka 1953. Virðing þín fyrir fortíð lands þíns verður bezt metin með því að atliuga hvernig þú snýst við þínum eigin vandamálum. Viltu stríð eða frið, viltu land þitt frjálst cða hneppt í ánauð, viltu ljót hús eða list í háttum manna og leik? Hvorir skyldu raunverulega bera meiri virðingu fyrir ai'fi sínum, þeir sem reyna eftir fremsta megni að búa deginum í dag farveg eða hinir, sem gefast upp fyrir aðkallandi viðfangsefnum í nafni fortíðarafreka? Hafa þeir síðar nefndu á nokkurn hátt stuðlað að dáðum þeim, sem þeir miklast af? Ég hélt að sagan væri hvatning til þess að vinna af eigin rammleik. Það er nokkuð undarlegt tiltæki og furðulegt van- traust á sjálfum sér og þeim tímum, sem við lifum, að ætla sér að draga Skálholtsstað upp úr feni aldagam- als subbuskapar með því að sökkva honum í annað fen engu betra: Eftiröpunarhátt, eða getum við ef til vill kallað það apakattarhátt, því er það ekki í ætt við frumstæð viðbrögð apans að hnupla eldfornri stílhefð utan úr löndum og keyra hana ofan í íslenzka mold austur við Tungufljót árið 1955? Hvar væri komið menn- ingu heimsíns ef slík sjónarmið hefðu ráðið? Eftir því ættum við aldrei að liafa komizt af steinaldarstiginu. Hvort sumir vilja hætta við hin ýmsu menningarskeið sögunnar svo sem það egypzka, gríska eða rómanska, 39

x

Birtingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.