Birtingur - 01.04.1955, Blaðsíða 5

Birtingur - 01.04.1955, Blaðsíða 5
modeme ljóð. Það er hverju orði sannara að rímið bjargar miklu í þeim andlegu bágind- um, sem gömlu mennirnir eiga við að stríða, en rímleysan verður að berjast upp á eigin spýtur. Hún stendur eða fellur með sér sjálfri án utanaðkomandi hjálparmeðala. Henni er, þótt undarlegt megi virðast, raunverulega miklu þrengri stakkur sniðinn. Sýnist þér yngstu skáldin yrkja um annað en það, sem skáld næstu kynslóðar á undan ortu um? Það veit ég ekki með vissu, en sennilega eru yrkisefnin ávallt hin sömu, nefnilega skáldið sjálft. Virðist þér að þeir taki yrkisefnin öðrum tökum, sjái þau ef til vill á annan hátt, skynji þau öðruvísi? Það gera þeir að vísu eða það ætla þeir sér að minnsta kosti. Annars virðist mér inntak og áætlun allrar nútímalistar stefna að æ inn- hverfari túlkun persónuleikans. Það er sjálf- sagt gott, en það á sjálfsagt einnig eftir að springa í loft upp eins og allar aðrar stefnur og kenningar. Er lífvænlegur skáldskapur í bókinni? Eg á erfitt með að dæma um það. Sjálfsagt eiga efnilegustu skáldin í þessari bók eftir að gera. betur. Það vona ég að minnsta kosti. Þetta er ekki sagt ljóðunum til lasts, heldur höfundum þeirra til lofs og dýrðar. Er hann jafnlífvænlegur og skáldskapur næstu kynslóðar á undan? Eg á líka dálítið erfitt með að dæma um það. Sú skáldakynslóð, sem þarna kemur fram, er að mestu leyti óráðin gáta. Næsta skáldakynslóð á undan er afturámóti löngu ráðin gáta. I fljótu bragði virðist mér vanta lífsháskann í þessa bók, ef ég mætti orða það svo. Menn verða ekki mikil skáld nema því aðeins að þeir koniist í mikinn lífsháska, séu leiddir út undir högg eins og Þórir Jökull eða flæði á skeri suður í Kópavogi eins og Jón gamli í Digranesi. Við gömlu mennirnir erum kannski ekki mjög mikil skáld, en það litla sem við erum, erum við sökum þess að við vorum eitt sinn í háska staddir. Hvað viltu annars segja um einstök skáld bókarinnar? Ég er vitanlega ekld þess umkominn að fella dóma yfir þessum ungu skáldum, enda naumast tímabært að öllu leyti. Þó get ég, ef þú óskar þess, sagt þér mitt álit á fáeinum þeirra, en ég tek það fram að það er aðeins skoðun mín eftir lauslega athugun og eins og nú standa sakir. Og skal þá fyrst frægan telja Jón úr Vör. Mér virðist hann hafa nokkra sérstöðu meðal þessara skálda. Hann er þeirra elztur sem slíkur og hefur ekki orðið fyrir áhrifum frá neinum nema sænsku öreigaskáldunum svo kölluðu, sem nú eru löngu gleymd og gi*af- in. Þrátt fyrir það er hann allgott skáld og býsna nýtízkulegur. En hann er varla til eftir- breytni. Það er naumast á nokkurs annars manns færi að þræða það einstigi milli skáld- skapar og leirburðar sem hann fer. Hannes Sigfússon er einkennilegur hæfi- leikamaður. Kvæði hans, Dymbilvaka, virð- ist runnið upp úr skáldskap Eliots eða öllu heldur misskilningi á honum, en þessi mis- skilningur Hannesar eða hvað það nú er á The Waste Land, hefur á einhvem dularfull- an hátt orðið til þess að skapa þetta sjálf- stæða, mikilúðlega og dulmagnaða kvæði. Ég veit engan lærisvein Eliots hafa sloppið svo vel. Ennfremur yrkir hann á Tneira máli en flestir aðrir í þessari bók: Hann verður að teljast í allra fremstu röð hinna ungu skálda, hvað sem síðar verður. Hannes Pétursson er „vonarstjarnan“ í þessari bók. Ég hef aldrei vitað íslenzkan mann á hans aldri yrkja jafn vel. Það er að 3

x

Birtingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.