Birtingur - 01.04.1955, Blaðsíða 42
það cr aðeins blæbrigðamunur á sömu vitlcysunni.
Hvernig eigum við eiginlega að uppræta þennan skclíi-
lega ótta við að treysta sjálfum sér, eða erum við þá
einskis megnug í dag?
Er mönnum þá ekki ennþá ljóst að til er nútímalist,
að hún er.í dag okkar list, að hún hæfir bezt þörfum
okkar, að það er út í bláinn að ætla sér að stæla eða
endurtaka nokkurn hlut, allt er síbreytilegt og í stöðugri
framvindu, ekkert getur orðið aftur, sem það var áður?
Þetta er lögmál og þetta vita allir, ef þeir hugsa sig um.
En því eru þá beztu menn slegnir þvílíkri firru að ætla
sér að brjóta gegn skynseminnar lögmáli og reisa kirkju
í dag í gamalli stíltegund? Það er fyrirsláttur að það sé
eitthvað afsakanlegra að gera slíkt í nafni rómansks stíls
en gotnesks. Það er til saga um það frá Ameríku að
þeir vildu byggja þar háskóla en voru í ákaflegum vand-
ræðum með stílinn, flestir vildu þó víst þann gotneska.
Þá datt einum góðum manni það snjallræði í hug að
spyrja þá í Oxford í Englandi ráða og þeir í Oxford
svöruðu: Hér í Oxford hefur ekki verið byggt í got-
neskum stíl síðan á 16. öld. Það er cndalaust hægt að
deila um það hvort reisa eigi kirkju, biskupssetur, bónda-
bæ, fjós, hesthús og hvað það nú allt heitir, sem til
stendur í Skálholti. Ég fyrir mitt leyti teldi nóg að
rífa þessar kofaómyndir sem þar standa og slétta vel
á eftir, reisa síðan þokkalega steinsúlu, þar sem á væri
ritað: Skálholt, fornt biskupssetur.
Ef menn hinsvegar vilja endilega reisa, segjum t. d.
kirkju, þá á hún auðvitað „að bera samtíðinni vitni“,
hún á að bera þeim viðhorfum vitni, sem frumlegust
og ferskust cru á þeim degi, scm við erum að skila aftur
fyrir okkur.
Og þá kemur að því þýðingarmesta á þessu stigi máls-
ins: Það nær engri átt að þrír menn, sem ekki hefur
spurzt urn að kunni nokkur skil á byggingarlist um-
fram meðallag, ákveði svona í hasti hver og hvernig
byggja eigi hús, sem á eftir að standa um aldir á forn-
um sögustað. Menn hljóta að krefjast þess að samkeppni
fari fram um svo þýðingarmikið verkefni. Um fram-
komna tillögu er því ekki hægt að ræða að sinni, ekki
fyrr en samanburður hefur fengizt við tillögur fleiri
húsameistara, sem yfirleitt fá alltof fá tækifæri til að
spreita sig á umfangsmiklum verkefnum.
Kirkja í Florisant, Missouri, Bandar.
Arkitekt: Harris Armstrong
St. Anselm kirkjan í Vancouver, Canada
Arkitektar Semmens og Simpson
40