Birtingur - 01.04.1955, Blaðsíða 28

Birtingur - 01.04.1955, Blaðsíða 28
Eða þá þeir sitja heima bak við ábyrgðarþung gleraugu að lesa verkin eftir hveni þann höf- und sem fram kemur, auðvitað með skilningi og velvild hins sanna unnanda fagurra lista. Auk þess geta ungir Hstamenn sótt glöggar og hollar upplýsingar um list og menningu eriendra þjóða til þessara gagnmenntuðu trún- aðarmanna ríkisins um menningarmál. Enda finna allir sem að listsköpun starfa sívak- andi brennheitan áhuga þessara opinberu verðlaunaveitenda og yfiriistamatsmanna fyr- ir því sem þeir eru að vinna. Úthlutunin ber þessu líka fagurt vitni. Ekki er sæmilegt að ég fari að telja upp nöfn styrkþega. Þau muna flestir því svo var réttsýnin mikil að á annan veg verður varla skipað niður. Aðeins skulu nefnd nokkur dæmi af handahófi (hér virðist sá háttur eiga bezt við) til að sýna þakkarþel áhugamanns. Verður þá fyrst að nefna með lotningu að á tindinum tróna skáldjöframir Hagalín og Kristmann og munu fáir skorast úr leik að játa að þau nöfn sómi sér með afskaplegri prýði hjá nöfnum Laxness eða Kjarvals eða Jóns Stefánssonar; enda munu þessir tveir herra- menn í sínum óviðjafnanlega skáldskrúða á að líta einhver fegurstu og ilmríkustu blóm sem íslenzk menning hefur alið á hretviðra- sömu skeiði sínu. Þá hljótum við að lofa hástöfum að hinn fíngerði listsnillingur Guðmundur úr Miðdal er settur í næsthæsta flokk með svo ti'lþrifa- ríku listafólki sem Elinborgu Lárusdóttur og Jóni Bjömssyni og er þetta eins konar ríkis- arfaflokkur. Viðeigandi hefur þótt að meta ágæti nefndra aðila til jafns við' Ásmund Sveinsson og Gunnlaug Scheving. Ættum við ekki að þakka að svo hættulegir skemmdarvargar sem Þorvaldur Skúlason og Svavar Guðnason skuli settir skör lægra en Miðdals-þrenningin sem svo mjög hefur auðg- að íslenzka menningu og aukið við þann arf sem við réttum frá kynslóð ti'l kynslóðar með því sem til kann að falla hvern mannsaldur. En téðir tveir listspillar em svo skaðsamlegir að þeir eru hlutgengir meðal eriendra þjóða og er það til marks um óþjóðhollustu þeirra að aðrir en íslenzkir kunni að hafa not verka þeirra og hafa auk þess verið þeir vargar í véum að móta nær alla þá kynslóð myndlist- armanna sem komið hefur fram að undan- förnu hér á landi. Með því hafa þeir unnið voðaverk eins og ýmsir mikilhæfir listfræð- ingar ha.fa oft og ósérplægið bent okkur á og vil ég þar nefna þá vísu menningaranda fé- lagana Jónas Jónsson og Gunnar Benedikts- son. Þá hefur tekizt svo vel til að í sama flokki og Þorvaldur og Svavar sitja Eggert Guðmundsson, Friðrik Á. Brekkan og Guðrún Ámadóttir frá Lundi. Það hlýtur að ylja mörgu fegurðarelskandi hjarta að loksins hefur Andans Maðurinn Karl Tsfeld hlotið laun fyrir sitt verðmæta tillag til menningarinnar og var ekki seinna vænna. Ég efa. ekki að þar komi fleira til en mér er kunnugt um að maðurinn hafi unnið, sitthvað sé á vitorði nefndarmanna af ávöxt- um þess listpunds sem óþreyjufullum aðdá- endum gefist bráðum kostur að kynnast. En má ég spyrja hvað það er? Syngur maðurinn kannski? En því miður finnst mér það hæpið að arf- taki bróður Eysteins þess er kvað þá Lilju sem allir vildu kveðið hafa: síra Jakob Jóns- son fái aðeins skammtaðar 4000 krónur eins og Ámi Kristjánsson píanóleikari sem iðkar svo forsmáanlega og lítilsiglda grein lista sem tónlistin er réttilega dæmd vera af þeim sem hluta út fénu, háttvirtum nefnda.rmönnum. Er vonandi að hinn skáldmælti guðsmaður verði fljótlega fluttur upp í hæðirnar úr þess- ari lægðarmiðju. I sama flokki og Ámi er 26

x

Birtingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.