Birtingur - 01.04.1955, Blaðsíða 30
HALLDÓRA B. BJÖRNSSON:
Það vissi
það enginn
Hún tók ekki eftir því hvort hún sat eða
stóð, hún bara var þama og ekkert var sjálf-
sagðara en að hún væri þama, því það var í
gömlu bað'stofunni, sem hún hafði einusinni
átt heima í, með foreldrum sínum og systkin-
um. Hún horfði á litlu grannvöxnu konuna,
sem hún mundi svo vel, síðan hún var barn,
og konan var að moka einhverju upp fyrir
framan eldavélina. Þó var hún ekki að moka
neinu upp af gólfinu, heldur mokaði hún upp
sjálfu gólfinu, stakk fyrir með skóflunni og
gróf niðurúr gólffjölunum, létt og liðlega, og
hélt enn áfram að moka, og nú tók hún eftir
því að bletturinn sem konan mokaði, var að'
stærð og lögun eins og gröf í kirkjugarði, en
ennþá ekki nema hálf skóflustunga á dýpt.
Hún spurði konuna hversvegna hún væri að
þessu, en konan svaraði henni ekki neinu og
leit ekki upp og henni fannst ekkert við það'
að athuga, hún var oft vön því að fólk tæki
ekki eftir því sem hún sagði. Nú var móðir
hennar komin þama líka og þær fóra að tala
saman, konan og móðirin:
Finnst þér ekki eitt.hvað undarlegt við að
hafa hana þama? spurði móðirin konuna sem
var að grafa.
Ónei, það finnst mér ekki, sagði konan,
hún sóttist aldrei eftir neinni upphefð, bless-
unin, meðan hún lifði og ég er viss um að hún
hefur ekkert á móti því að vera héma nálægt
mér, úr því svona er komið.
Nú reyndi hún aftur að spyrja konuna hvað
hún væri að gera, en það var eins og konan
28
hvorki heyrði það né tæki eftir því að hún
var þarna, þær héldu áfram að Inla, eins og
þær væm einar:
Það' var undarlegt að hún skyldi taka uppá
þessu, sagði móðir hennar, og enginn vissi
neina ástæðu. Hún talaði í þeim tón að auð-
heyrt var að hún var að‘ fiska eftir því hvort
konan vissi nokkuð meira.
Eg veit það bara, sagði konan, að það hef-
ur mikið verið að, fyrst hún gerði þetta, hún
sem alltaf var svo róleg, á hverju sem gekk.
Það var ekki hægt að sjá að neitt amaði
að, og enginn heyrði hana kvarta yfir neinu,
sagði móðirin, og enn var eins og vottur af
spumingu í orðum hennar.
Það þarf enginn mér að segja að hún hafi
gert þetta að ástæðulausu, sagð'i konan, rödd
hennar var mild og ákveðin. En svo vel þekkti
ég hana alla tíð síðan hún var barn að ég
veit það að hún myndi aldrei hafa kvartað
vfir neinu og því síður sem hún hefði meiri
ástæðu til þess.
Nú var henni orðið það ljóst af orðum
þeirra, að það átti að jarða þarna einhverja
konu sem hafði fyrirfarið sér, og mátti því
ekki ja.rða í kirkjugarði, og hún spurði hver
væri dáin, en þær virtust ekki heyra til henn-
ar og ekki taka eftir því að hún var þarna.
Þá setti að henni ónotalegan grun og hún
varð dálítið hrædd. Hún ætlaði að gera eina
tilraun enn til þess að vita vissu sína og gekk
því til þeirra og þvældist fyrir þeim, en þær
virtust alls ekkert verða varar við hana., þá
gekk hún alveg fast að þeim og reyndi að taka
á þeim, en fann enga ha.ndfestu, þó vom þær
kyrrar og hún sá þær, en það var eins og hend-
ur hennar fæm gegnum þær og gegnum alla
hluti sem hún reyndi að snerta og hún ga.t
gengið á veggina án þess að finna það, því
það var eins og hún væri ekki gerð úr neinu
efni.