Birtingur - 01.04.1955, Blaðsíða 9

Birtingur - 01.04.1955, Blaðsíða 9
MAÓ TSE TUNG: Gangan langa (1935) Engar torfærur göngunnar löngu, hvorki kvíar tíu þúsund fjalla né grafir tíu þúsund fljóta hræddu Rauða herinn. Klettabeltin fimm milli Kvantún og Húnan, hvað voru þau annað en plógvörp? Og tindurinn Vú Mong? Leirkaka eftir börn. Ííístandi byljirnir á Gullna sandinum voru ekki nógu kaldir, ekki nógu kaldir eins og festar brúarinnar Lú Ting. Allir erfiðleikar hurfu í ferðalokunum sælu hinumegin við kambinn Mijen San, þegar sigrað fjallið fór líka að brosa undir glitrandi voðum eilífs snævar. LjóS eftir Maó Tse Tung, byltingarmanninn sigur- sœla, sem nú er forseti Kína, hafa veriS þýdd á mörg tungumál, þó atS við íslendingar þekkjum lítiS e8a ekki til skáldskapar hans. Þetta Ijóð, sem hér birtist, er um einn örlagaríkasta atburií klnversku byltingarinnar. Rauði herinn bafiii á valdi slnu landsvæði inni í miðju Ktna en óvinirnir sóttu aS honum úr öllum áttum. Sjang Kce Sékk eetlaSi hersveitum stnum aS eySa RauSa hernum. En rauSliS- arnir brutust út úr kvínni. Þeir voru yo þúsund saman. °g þeir lögSu upp í gönguna miklu til félaga sinna t norSur K'tna, þar sem tekizt hafSi aS stofna ráSstjórnar- ríki. Þeir urSu aS sigra mörg fljót og mörg fjöll og nœr daglega áttu þeir í orustum, enda féll mikill hluti 1‘Ssins á leiSinni sumir t orustu sumir af harSrétti. En 2° þúsund menn komust alla leiS, og 'höfSu þá gcngiS 9°°o km. Ég þarf varla aS taka þaS fram aS ég kann ekk- ert i kinversku og hef því ekki hugmynd um hvcrsu miklu betra IjóSiS er á því tungumáli. Jón Óskar. ELMER DIKTONIUS: Ég vil ganga - Ég vil ganga um rúginn sem vaggast í vindi með biýþung öx; ég vil liggja í grasi og stara til himins sem bládjúpur hvelfist með svölur sem svífa; ég vil eyranu halla að sólhlýrri jörðu og hlusta á raddir sem hvísla úr moldu: allt lifir alit lifir, alit verður og verður, þú verður hvað allt verður þegar það deyr: vaggandi rúgax, svífandi svala, hluti af moldu sem stynur og hvíslar. Og ég stari til himins á svölur sem svífa og finn að ég orðinn er hvað ég skal verða: eitt brot af því öllu. Baldur Óskarsson þýddi. 7

x

Birtingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.