Húsfreyjan - 01.07.1961, Blaðsíða 7

Húsfreyjan - 01.07.1961, Blaðsíða 7
Elsa E. Guðjónsson og börn hennar. slíkra ritsmíða og ganga frá þeim. Þar er m. a. skylt að gera tíu ritgerðir, þar á meðal safna til stuttra æviágripa tíu kunnra manna í þeirri grein, sem maður velur sér sem aðalverkefni. Einnig eru nemendur þá látnir lesa ritgerðir til magisters- og doktorsprófs, gagnrýna þær á skipulegan hátt, jafnframt því að draga saman efni þeirra í stutt mál. Allt þetta var mér mjög góð æfing áður en ég sneri mér að því að vinna endanlega úr efninu, sem aðalritgerð mín fjallar um. Af öðru námsefni tók ég t. d. byzant- íska sögu og miðaldarsögu, og framhalds- nám í vefjarefnafræði, sem kennd er í heimilishagfræðideildinni, þar sem ég tók mitt aðal próf. Auk þess vann ég að sér- stökum verkefnum í búningasögu og við rannsókn á indverskum útsaumi í eigu deildarinnar. Tókst þú ekki þitt fyrsta háskólapróf við þenna sama háskóla? Jú, það var 1945, sem ég lauk þar „Bachelor of Arts“ prófi. Flestir nema svo eitt og hálft til tvö ár til viðbótar undir magisterspróf og ég komst því aðeins af með eitt ár, að ég fékk að nota í aðalrit- gerð hluta af efni, sem ég var búin að vinna að hér heima undanfarin ár. f hverju hafa þær rannsóknir aðallega verið fólgnar? Ég hef rannsakað efnislega það, sem til er af íslenzkum miðaldaútsaumi hér á þjóðminjasafninu, einnig það sem geymt er af íslenzkum útsaumi í dönskum söfn- um, og svo hef ég athugað muni í nokkr- um öðrum söfnum og myndir af útsaumi frá sama tíma. Þá hef ég farið í gegn um máldaga kirkna á Þjóðskjalasafninu til að rekja aldur þeirra gripa, sem varðveizt hafa, athugað heimildir í fslendingasögum og öðrum rituðum heimildum o. s. frv. Ég vissi ekki fyrirfram hvort mér yrði leyft að nota þetta efni í ritgerð, en það vakti ánægju háskólakennaranna, því staðreynd er, að ekkert hefur fyrr verið tekið saman í heild um íslenzkan refilsaum. Eins og þú sérð á niðurstöðum mínum í ritgerðinni, þá tel ég, að þessi útsaum- ur sé mjög sérstæður fyrir ísland, þó að tæknin hafi þekkzt víðar og útlendra áhrifa gæti þar að nokkru í munsturgerð, Húsfrcyjan 7

x

Húsfreyjan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Húsfreyjan
https://timarit.is/publication/831

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.