Húsfreyjan - 01.07.1961, Side 18

Húsfreyjan - 01.07.1961, Side 18
En samhliða þessu kom fram sú hug- mynd að sameina kvenfélög og hin dreifðu kvenfélagasambönd landsins til átaka um húsmæðrafræðsluna og önnur mál heim- ilanna. Og þessari hugmynd var komið í framkvæmd með fundi allmargra kvenna úr kvenfélögum og kvenfélagasambönd- um, þar sem ákveðið yar að stofna Kven- félagasamband Islands. Var þetta snemma á Alþingishátíðarárinu 1930. Við vitum, að margir áttu þátt að stofn- un Kvenfélagasambands íslands, og sé þeim öllum þökk, en ég held að ekki verði um það deilt, að þar verði frú Ragnhildar Pétursdóttur ætíð fyrstrar getið, enda var hún kosin fyrsti formaður sambands- ins og gegndi hún því starfi til ársins 1947, er hún baðst undan endurkosningu. Hún vann sambandinu mikið starf og gott, og hafði ætíð áhuga fyrir velferð þess, sem og fyrir baráttumálum kvenna yfirleitt. Frú Ragnhildur var meðal okkar hér í síðasta sinn, er við fyrir ári síðan minntumst 30 ára afmælis K. f. við setn- ingu formannafundarins. Ég veit, að margar af yður, virðulegu áheyrendur, þekktuð frú Ragnhildi Pét- ursdóttur og heimili hennar betur en ég gerði, og að í eyrum yðar hljóma orð mín fátæklega, en ég vil fyrst og fremst hér undirstrika þá þakkarskuld, sem félags- skapur vor er í við frú Ragnhildi Péturs- dóttur vegna undirbjúningsstarfs henn- ar að stofnun K. I. og brautryðjendastarfs hennar og forystu við stofnun sambands- ins og fyrstu árin. Hennar mun verða minnst á meðan samband vort og félags- skapur vor lifir. Ég vil biðja yður að votta minningu hinnar látnu forystukonu samtaka vorra virðingu yðar með því að rísa úr sætum. ----------- Framhald á bls. 31. 18 Ii ú s j r ey j an

x

Húsfreyjan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Húsfreyjan
https://timarit.is/publication/831

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.