Húsfreyjan - 01.07.1961, Side 35

Húsfreyjan - 01.07.1961, Side 35
DAGS- VERKINU LOKIÐ eftir PHYLLIS BOTTOME Irene leit í spegilinn af einkennilegu tilefni. Hún vildi sjá hvort breytingin á andliti hennar myndi hræða börnin. Hún vissi, að skuggi dauðans hvíldi yfir svip hennar. Hún var óttalaus og vildi ekki hverfa frá starfi fyrr en í fulla hnefana, en vekti andlit hennar ótta, þá átti hún ekki að gegna starfi sínu á sálgæzlustöð- inni fyrir andlega nauðstödd börn. Hún róaðist við að sjá spegilmynd sína. Skugginn hvíldi enn yfir andlitinu, eng- inn laeknir myndi efast um að hún ætti skammt ólifað. Hún var hvorki ung né fríð, en í speglinum sá hún viðfelldið and- lit og úr tilliti gráu augnanna stafaði Ijós, sem enn var ófölskvað. Irene heyrði umgang og leit við. Vesa- lings Ilse systir hennar var aftur farin að gráta. Henni hafði alltaf verið grátgjarnt og ætlast til alls af Irene. Nú stoðuðu tár hennar ekki framar. Irene gat ekki upp- fyllt óskina, sem að baki þeirra fólst, þrek hennar var þorrið. ,,Irene“, snökti Ilse, ,,þú ætlar þó ekki að fara á sálgæzlustöðina? Þú ættir ekki að hræða mig svona! Fyrir nokkrum mín- útum varstu meðvitundarlaus og ég sendi eftir doktor Stumpf. Hann sagði, að þú mættir ekki gera þetta. Hann kemur bráð- um og hvað heldurðu hann segi, þegar þú ert búin að klæða þig? Þú gerir ekkert með það, sem hann segir og þó tekur hann aldrei neitt fyrir að koma“. „Kannski gefur hann mér engin ráð núna“, hvislaði Irene brosandi. ,,Ég held, að ég hafi ekki verið meðvitundarlaus, mig var aðeins að dreyma. Vertu góð, Ilse mín, þetta verður í síðasta sinn, sem ég reyni að fara í vinnu — ég á við — þang- að til mér er batnað“. Irene fannst sjálfsagt að láta sem sér myndi batna, þegar hún spjallaði við fjöl- skyldu sína og vini. Hún hafði aldrei kraf- ið lækninn sagna, en vissi vel hvað að henni var. Ilse gafst upp, Irene fékk alltaf vilja sínum framgengt á sinn rólega hátt. Þessa stundina hélt hún sér í snyrtiborð- ið, því þrautirnar heltóku hana á ný. Samt brosti hún til læknisins, er hann kom inn. „Þarna sjáið þér, læknir“, kveinaði Ilse. „Þér sögðuð mér að halda henni í rúm- inu, en um leið og ég sný mér við, þá er hún komin fram úr og var þó meðvitund- arlaus klukkutímum saman. Mamma er nú orðin áttatíu og þriggja ára og ég varð að fara til að hita mjólkina hennar. Irene hefur ekkert borðað í allan dag og svo þykist hún ætla á sálgæzlustöðina. Eins og hinir geti ekki tekið vaktina hennar? Eru þeir ekki líka sálfræðingar? Svo er líka komið að jólum og krakkarnir hugsa ekki um annað, en jólin — þau taka ekki einu sinni eftir því, hvort Irene kemur“. „Ójú, þau gætu tekið eftir því“, sagði læknirinn og horfði í augu Irene um leið og hann tók á slagæðinni. „Ekki sem verst — ætli við verðum ekki að lofa henni að fara. Við skulum leiða hana, ungfrú, bíllinn minn er við dyrnar. Svo ek ég henni heim aftur, ef hún ekki treyst- Húsfreyjan 35

x

Húsfreyjan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Húsfreyjan
https://timarit.is/publication/831

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.