Húsfreyjan - 01.07.1961, Side 36

Húsfreyjan - 01.07.1961, Side 36
ir sér lengra. Hafið bólið hennar hlýtt og eitthvað volgt til að drekka, þegar við komum. Þetta er nú í síðasta sinn — fyrir jólin, meina ég“. Irene komst niður stigann, þrátt fyrir þjáningarnar og inn í bílinn. Loftið var tært og hressandi eftir inniveruna og hún sá stjörnublik á himninum. Það minnti hana á gamla daga, þegar faðir hennar fór með þær systurnar í skíðaferðir upp í fjöll og hvert einasta tré var eins og skreytt jólatré, hver andardráttur fögn- uður og frelsi. Irene hafði alltaf elskað heiminn. Hún sá svo margt skemmtilegt á jörðunni — fjöll og haf, tré og fugla. Myrkrið sveip- aðist um mann eins og mjúkir vængir að hvílast á eftir önn dagsins. Læknirinn vissi, að menn áttu ekki að vera með óþarfa málskraf. Hann lagði ábreiðu utan um Irene og ók heldur hrað- ar en venjulega. Irene hefði kosið að fara hægar. Hún elskaði Vín og langaði að njóta þess að sjá hana enn einu sinni. Loksins komu þau í götuna þar sem sál- gæzlustöðin var. Stjórnarvöldin höfðu lokað öllum skólaleiðbeiningarstöðvum. Þau töldu bömunum hættulegt að læra að verða ábyrg og sjálfstæð, en Irene fékk enn að starfrækja sitt einkafyrir- tæki og þangað komu margir menn frá ýmsum þjóðum, alveg eins og fyrr, með- an yfirvöldin voru sálfræði hliðholl og leyfðu leiðbeiningarstöðvunum að starfa í skólunum. En það var áður en mennta- málaráðherrann lenti í fangabúðum. Læknirinn studdi Irene út úr bílnum og horfði hvasst á hana. ,,Ertu afleit?“ spurði hann. Irene hristi höfuðið. „Þrautir fylgja þessum sjúk- dómi“, sagði hún. ,,0g finnst þér léttara að þola þær þess vegna?“ ,,Að vissu leyti, þá eru þær þáttur í eðlilegri atburðarás", sagði hún rólega. Stóri salurinn var þéttskipaður. Irene fannst sem allir hennar vinir myndu þar saman komnir og ástúðin streymdi frá þeim. Hún sá, að nauðsynlegt yrði að reyna að gleyma þeim á meðan hún væri að vinna. Stutta stund var sem salurinn bylgjaðist fyrir augum hennar, en svo opnuðust dyrnar og inn kom barn. Það var Kurt, sá sem efstur var á skrá henn- ar. Aumingja litli Kurt. Irene þótti vænst um hann af öllum. Hann átti svo erfitt og þegar komið var með hann til hennar, hélt fólkið að hann væri fáviti. Hann framleiddi svo skrýtin hljóð og gretti sig svo ofboðslega, þangað til hann sá að Irene skildi hann. Heimilishagirnir skýrðu fullkomlega erfiðleika hans. Þar virtust allir berja hver annan og ef út af því bar, þá sameinuðust allir í því að berja Kurt. Pabbi hans barði þau öll, mamma hans barði þau öll nema pabba hans og þar sem Kurt var yngstur, þá börðu sex systkini hans hann. Peter, næstyngsti bróðirinn, þjarmaði svo að honum, að það var mesta furða, að Kurt skyldi nokkurn tíma hafa getað hugsað eina hugsun. Þarna sat hann og horfði ákefðaraugum á Irene. ,,Kurtie“, sagði hún og rétti honum höndina. Öll ástúð hennar var fólgin í þessu nafni og hann vissi það. Þurr þangblaðka, sem sólin hefur skrælt, breiðir úr sér og verður sem gull, ef alda nær að væta hana. Nú var sem alda hefði lyft Kurt í heim fagnaðar. Þau tóku þar til málanna, sem síðast var frá horfið. Kurt hafði vegnað heldur betur síðustu tvær vikurnar. Hérna voru skólabækurnar hans. Skriftin var betri og jafnvel sum dæmin rétt reiknuð. Irene vissi, að sönn Herkúlesarþraut hafði verið unnin til að draga þessa skjögrandi stafi. „Jú, þetta er betra, þetta er gott. Ég sé að þú hefur lagt þig fram“. Kurt var á- nægður. Mat hennar jók árangurinn og mistökin gleymdust. Það þurfti greinilega ekki annað en reyna aftur. „Og þú getur reynt svo oft aftur, Kurt, þú getur ekki ímyndað þér, hvað hægt er að reyna oft aftur. Þú átt svo ótalmörg tækifæri ónot- uð“. Og Kurt starði á hana og trúði henni. 36 Húsfreyjan

x

Húsfreyjan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Húsfreyjan
https://timarit.is/publication/831

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.