Húsfreyjan - 01.04.1962, Page 4
frá liðna tímanum og það er við nú
þekkjum.
Hinn mikli andans jöfur séra Matthías
Jochumsson horfir eitt einn um öxl til
bernskuáranna í baðstofunni lágu í Skóg-
um í Þorskafirði.
„Ég man eitt kvöldið við þitt móður kné
um myrkt og þegjandi rökkurhlé
— þú kunnir sögur að segja: —
Ég horfði yfir björg og hvítan sand,
ég horfði’ yf’ir á Zion og Kanansland,
ég horfði á Guðs hetjuna deyja.
Þá lærði ég allt, sem enn ég kann,
um upphaf og endi, um Guð og mann
og lífsins og dauðans djúpin.
Mitt andans skrúð var skorið af þér,
sú skyrtan bezt hefur dugað mér
við stormana, hélið og hjúpinn".
Hún er heillandi fögur myndin, sem
dregin er upp í þessum ljóðlínum. Á kvöld-
in þyrpast börnin að knjám móðurinnar.
Hún segir þeim sögur og fræðir þau. Á
hraðfleygum vængjum huganna tekur hún
þau með sér til fjarlægra landa, og löngu
liðnir atburðir verða lifandi fyrir hugar-
sjónum barnanna. Bljúgur barnshugurinn
mótast og hlýtur það veganesti sem öllu
heimsins gulli er betra.
Jafnvel hversdagsfyrirbærin notar
móðirin til að ljúka upp leyndardómum
,Þú bentir mér á, hvar árdagssól
í austrinu kom með líf og skjól,
þá signdir þú mig og segir:
„Það er Guð, sem horfir svo hýrt og bjart,
það er hann sem andar á myrkrið svart
og heilaga ásjón hneigir".
Og hver fær efast um það, sem hún
mamma segir.
„Ég fann það var satt; ég fann þann yl,
sem fjörutíu ára tímabil
til fulls mér aldregi eyddi;
ég fann þann neista’ í sinni’ og sál,
er sorg og efi, stríð og tál
mér aldregi alveg deyddi“.
Þetta eru Íjúfar og fagrar minningar,
og sjálfsagt hafa margir átt slíkar. 1 hin-
um lágreistu baðstofum var fólkið sam-
an komið á kvöldin, og enda þótt vinna
þyrfti einnig þær stundir, til þess að sjá
heimilinu farborða, voru þær annað og
meira en stundir strits. Við flöktandi
ljósið frá litlu týrunni var lesið upp og
sögur sagðar. Margur fróðleiksmolinn
barzt frá einum til annars, og því mátti
segja, að stofan lága væri orðin að skóla
og rúmbálkarnir að skólabekkjum.
Á kvöldvökunum var sitthvað haft til
skemmtunar. Flestir tóku þátt í gamn-
inu og nutu þess betur sem þátttakendur,
en áheyrendur og áhorfendur hefðu gjört.
Margt gat veitt kátínu og margt færði
ánægju og unað. Baðstofan lága varð að
gleðihöll.
Þessar litlu og lágreistu baðstofur
gegndu fleiri hlutverkum. Á stundum
voru þau veglegt guðshús. Þá var rokk-
hjólið þögult og kambarnir kyrrir. Heim-
ilisfaðirinn var heimilispresturinn, heima-
fólkið allt söfnuðurinn. Lesturinn var les-
inn, sálmar sungnir og bænir sendar í
hæðir upp til Guðs, gjafara allra gæða,
hins vakanda föður vanmáttugra, sem
börðust við kulda, kúgun og kröpp kjör.
Þótt börnin skildu eigi allt það, er fram
var flutt, þá urðu þau snortin af helgi
slíkra stunda.
Þannig mótuðust barnssálirnar á heim-
ilunum. Börnin lærðu að una við lítið og
vera hamingjusöm, lærðu að gleðjast yf-
ir litlu og bera lotningu fyrir því, sem heil-
agt er og háleitt. Þeir voru ótal margir,
sem þar fundu neistann í sinni og sál, er
sorg og efi, stríð og tál aldregi alvég
deyddi. Þær eru einnig ótaldar mæðurn-
ar, sem áttu skilið álíka fagran minnis-
varða og móðir séra Matthíasar. Heimilin
voru hornsteinar sem allt vallt á. Þar var
sáð í mannlífsakur uppvaxandi kynslóð-
ar, og heill og hamingja einstaklinganna
og þjóðarinnar undir því komin að sú
sáning blessaðist.
En nú hafa átt sér stað miklar breyt-
ingar. Hin hraðfleyga tækniþróun hefur
4
Húsfreyjan