Húsfreyjan - 01.04.1962, Page 6
Þau verða enn að halda vöku sinni og
vera styrkustu hornsteinarnir, sem okk-
ar þjóðlega menning og tunga hvílir á,
og styrkustu súlur sem kristilegt líf, trú
og siðgæði byggist á. Þau verða á öllum
tímum að spyrna fótum við þróuninni til
vegvilltrar múgmennsku, sem lætur sefj-
ast af meira og minna sjúkum einstakl-
ingum og klíkum. Þetta hlýtur að teljast
ærið verkefni, og því fyllsta þörf sam-
stilltra átaka.
Aheyrendur góðir, gætum þess, að við
eigum hér öll hlut að máli. Hin brennandi
spurning er, hversu þessum málum verði
ráðið til sigurs — hvernig hægt sé að
gera heimilin að himnaríki á jörðu? Ég
er sannfærður um það, að vænlegasta
leiðin sé sú, sem Zakkeus tollheimtumað-
ur i Jeríkó valdi forðum: Jesús sagði við
hann: f dag ber mér að dvelja í húsi þínu“.
Hjarta tollheimtumannsins fylltist fögn-
uði og gleði, og hann flýtti sér ofan úr
trénu og leiddi gestinn góða til heimilis
síns. Þeirri gestakomu fylgdi óumræðileg
blessun fyrir hann og heimili hans. Yfir-
skriftin yfir húsi hans var frá þeirri
stundu þessi: ,,f dag hefur hjálpræði hlotn-
ast húsi þessu“.
Þörfin fyrir komu Jesú á heimilin hef-
ur, ef til vill, aldrei verið brýnni en nú.
Viðbrögð okkar þurfa að vera hin sömu
og Zakkeusar, þegar við mætum Jesú. —
Heimilisfeðurnir þurfa að finna hjá sér
köllun til þess að leiða Jesúm Krist til
öndvegis á heimilum sínum og leyfa hon-
um að dvelja þar svo lengi sem hann vill.
Til hans á að leita ráða í hverjum vanda.
Eigi ber minni nauðsyn til þess, að mæð-
urnar leiti einnig ráða hans í sínu dýrlega
og mikilvæga starfi. Þá mun sáning þeirra
í mannlífsakurinn blessast, og þær fá
glætt guðdómsneistann í sálum barnanna
og þannig gefið þeim dýrasta veganestið
til vegferðarinnar. Þetta er jafnframt heill
og hamingja þjóðar okkar.
Að lokum þetta: Minnist jafnan þess-
ara varnaðarorða: ,,Ef Drottinn byggir
ekki húsið, erfiða smiðirnir til ónýtis“.
Birgir Snæbjörnsson.
VOR
(í gömlum aldingarði)
Ó, hve vorið yngir
alla þessa stofna.
Fyrir fáum dögum
fannst mér tjaldið rofna,
og um sviðið svífa
sólargeislum klæddar
verur, — vorsins andar,
valdi frjóu gæddar.
Enginn hávær hljómur
hermir frá j>ví valdi.
Ekkert undraletur
efst á gullnu spjaldi.
En það starfar, starfar
stöðugt daga og nætur.
Ótakmörkuð orkan
ekkert gleymast lætur.
Sástu gamla garðinn
gliti vorsins búinn?
— Þó að vaki um vetur
vonin mín og trúin,
er mér opinberun
ætíð sönn að lita
bogna fauska bera
brúðar skartið hvíta.
Sérhver kló og kvistur
krýnist þúsund sinnum,
þúsund björtum blómum.
— Bliða angan finnum
streyma ljúft og lengi,
líkt og vorsins blíða
vilji vefja örmum
vonleysi og kvíða.
Vilji vekja af svefni
vetrarmagns og kulda
meðvitund um máttinn
mikla, þögla, dulda,
lífs og ljóss, er skapar.
— Lengst um heiminn víða
finnur farveg greiðan
fegurð vors og blíða.
(Úr ljóðasafninu Kertaljós).
Jakobina Johnson.
6
Húsfreyjan