Húsfreyjan - 01.04.1962, Side 10
Rannveig Þorsteinsdóttir:
Okkar á milli sagt
Frá því fyrsta hefur stuðningur og
rækt við heimilisiðnað verið eitt af
aðalmálum Kvenfélagssambands Is-
lands, og þótt annar aðili, Heimilisiðn-
aðfélag Islands, hafi tekið að sér for-
ustuna í þessum málum, halda kvenfé-
lög og kvenfélagasambönd áfram að
telja heimilisiðnaðarmál eitt af því
merkasta, sem þau hafa með höndum.
Það er því af gefnu tilefni, og í sam-
ræmi við viðhorf kvenfélaganna, að
þessi þáttur minnist á átak, sem nú er
framundan í heimilisiðnaðarmálum.
Dagana 28.—30. júlí n.k. verður hér
í Reykjavík haldið norrænt heimilis-
iðnaðarþing og norræn heimilisiðnað-
ar-sýning. — Þingið og sýningin verð-
ur haldið i Iðnskólanum í Reykjavik.
I fréttabréfi, sem undirbúnings-
nefndin hefur sent út, segir svo:
Norrænt heimilisiðnaðarþing verður
haldið hér i Reykjavík dagan 28., 29.
og 30. júlí í sumar. Samtímis og ef til
vill nokkuð lengur, verður hér sýning
á heimilisiðnaði frá öllum Norðurlönd-
unum. Þing og sýningar verða í Iðn-
skólanum.
Eins og mörgum mun kunnugt,
hafa heimilisiðnaðarfélög á Norður-
löndum með sér samband og samvinnu
nokkra. Þriðja hvert ár hittast fulltrú-
ar Norðurlandanna til fundar eða þing-
halds um þessi mál, svo og annað það
heimilisiðnaðarfólk, sem komið getur
því við að mæta, og hafa með sér úrval
heimilisiðnaðar frá hverju landi, sem
svo er sýndur á sameiginlegri sýningu,
hvert land með sína deild. Gefst þannig
færi á að skoða nýjungar og bera sam-
an árangur frá síðustu sýningu, jafn-
framt því, að rædd eru á þinginu ýmis
mál og vandamál heimilisiðnaðarins,
fyrirlestrar haldnir og fræðsla önnur
ýmis konar. Þing þessi eru þannig 15.
hvert ár í hverju Norðurlandanna fyrir
sig. Var haldið á íslandi í fyrsta sinn
árið 1948, (6. þingið) og svo nú aftur
14. árum síðar (11. þingið). Veltur því
á miklu að vel takist, þar sem svo langt
er á milli þinga og okkur gefst ekki
tækifæri aftur fyrr en að 15 árum liðn-
um, að bjóða heim eða standa fyrir
slíkri norrænni samvinnu. Heimilisiðn-
aðarfél. Islands hefur fullan hug á að vel
megi takast og hefur fyrir löngu hafið
undirbúning að þingi og sýningu þessari
og þá ekki sízt að sýningardeild íslands
og hafa þegar fyrir nokkuð löngu ver-
ið send bréf til Kvenfélagasambanda
um allt land, um söfnun og val muna.
Þá er einnig löngu hafinn undirbúning-
ur að móttöku hinna mörgu erlendu
gesta, sem væntanlega verða um 150,
og með félögum Heimilisiðnaðarfélags-
ins líklega nálægt 200. Ferðaskrifstofa
ríkisins hefur góðfúslega tekið að sér
að útvega hótelherbergi handa hiunm
erlendu gestum, svo og að undirbúa og
sjá um hópferðir þeirra um landið. Fé-
10
H ú s f r ey j an