Húsfreyjan - 01.04.1962, Side 26

Húsfreyjan - 01.04.1962, Side 26
Þar eð Húsfreyjunni hefur borizt ósk um að birta uppdrætti af tvíbanda vettlingum, eru að þessu sinni tveir slíkir uppdrættir í sjónabókinni. Talsvert er til af íslenzkum vettling- um frá 19. öld í Þjóðminjasafni Is- lands. Flestir eru þeir belgvettlingar, margir svartir með marglitaðri, fléttu- saumaðri rós á handarbaki, þ. e. rósa- vettlingar. Nokkrir rósaðir fingravettl- ingar hafa einnig varðveitzt, m. a. þeir, sem hér birtist mynd af (Þjms. 5029). Eru þeir hvítir með aðallega rauðum, en einnig svolitlum fjólublá- um ísaumi. Fyrri uppdrátturinn er gerður eftir þeim, handarbakið eftir rósinni á handarbaki þeirra, en lófamunstrið eftir hlekkjastrengjunum á fingrun- um. Seinni uppdrátturinn er að mestu gerður eftir munstri á riðsprangslist- um á altarisklæðinu frá Vallanesi (Þjms. 7122), sem sagt var frá í sjónabókinni í síðasta hefti. Lófa- munstrið á þessum uppdrætti er þó nýsmíð. E. E. G. 26

x

Húsfreyjan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Húsfreyjan
https://timarit.is/publication/831

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.