Húsfreyjan - 01.04.1962, Qupperneq 39
BARNAGAMAN
Siggi fer í skóla
Siggi átti að fara í skóla. Hann var
orðinn sex ára gamall og gat siglt á trogi
og rennt sér á sleða ofan bratta brekku
og margt fleira. Hann þekkti ljón og
tígra, eftir myndunum í myndabókinni
sinni, sömuleiðis fíla og nashyrninga. Og
enginn þekkti betur Brún og Snata og
kattarmjáið og gaggala-gú. En bókstaf-
ina þekkti hann ekki, það var satt; hann
þekkti þá alls ekki. Það sýndust honum
vera fremur undarleg stryk, sum bogin
og önnur bein, en öll voru þau svört eins
og flugur.
Sigga fannst það mundi ekki svara
kostnaði að læra að þekkja stafina.
Um víkinga og riddara hafði hann
heyrt þess getið, að þeir hafi látið kalla
á prestinn, þegar eitthvað þurfti að lesa
eða skrifa.
,,Og þegar ég verð stór“, sagði Siggi,
bogsveigóttum greinum. Blóm hvít í
þéttstæðum sveipum. Afar öruggur
með blómgum og ein harðgerðasta
kvisttegundum sem hér er í görðum (S
veitchii).
Snækóróna: Lágvaxin runni (1—1,2 m)
með smá, græn bjöð og nokkuð stór
hvít, ilmsæt blóm. Afar viljugur að
blómgast og vel harðgerður í sæmi-
lega skjólgóðum garði.
Óli Valur Hansson.
,,þá ætla ég að taka sverðið mitt og verða
víkingur, höggva menn og senda eftir
prestinum".
„Heldurðu þá, að presturinn komi?“
spurði móðir hans.
„Þá sendi ég eftir skólastrákunum.
Þeir eiga að lesa fyrir mig“, sagði Siggi.
„Þeir skopast að þér“, sagði faðir hans,
„og kalla þig þorsk; það gera þeir“.
„Þeir ættu nú að reyna það“, sagði
Siggi.
„Þegar þú verður stór“, sagði faðir
hans, „og allir drengirnir hinir og stúlk-
urnar standa á kirkjugólfinu og eru spurð
út úr, þá verður þú að ráfa úti í kirkju-
garði eins og hafur á beit“.
„En ég vil ekki lesa; ég vil hlaupa og
leika mér allan daginn!“ kallaði Siggi.
„Vilt þú —?“ sagði faðir hans. „Veiztu,
hvar þinn vilji er? Hann liggur í ösku-
stónni. Á morgun ferðu í skólann".
Þegar Siggi fór í rúmið um kvöldið,
hugsaði hann með sjálfum sér: „Nú sofna
ég ekki í nótt. Þegar kyrrt er orðið, þá
fer ég út í skóg! Þar er ég viss að hitta
annað hvort víking eða ræningja, og
hann kennir mér að verða ræningjafor-
ingi, þegar ég verð stór. Það er langtum
betra en að lesa“.
En þá kom Blundur litli, og drengur-
inn svaf eins og steinn til morguns.
Stundu eftir miðjan morgun kom móð-
ir hans að rúminu. „Rístu nú upp og
klæddu þig“, sagði hún, „svo förum við
bæði í skólann“.
H ú s I r e y j an
39