Húsfreyjan - 01.07.1963, Blaðsíða 14

Húsfreyjan - 01.07.1963, Blaðsíða 14
Ragnheiður Halldórsdóffir, frá Hólmahjáleigu 100 ára minning Eins og grein þessi ber með sér, er hún fyrir nokkru síðan rituð. Var setlunin, að hún birtist í ,,Hlín“ árið 1961, en kom of seint. En þar eð ,,Hlín“ kom eigi út síðastliðið ár, kemur greinin hér fyrir almenningssjónir. Ragnheiður var fædd að Ósabakka á Skeiðum 17. febrúar 1861. Foreldrar hennar voru Halldór Vigfússon og Þor- björg Jónsdóttir, hjón búandi að Ósa- bakka um langt skeið. Háðu þau lengi harða lífsbaráttu við lítil efni; áttu og fyrir 10 börnum að sjá. í þeim stranga skóla lærði Ragnheiður ung að leggja hug og hönd að verki, hvar sem þörfin kallaði. Jafnframt kenndi lífið henni snemma að fara vel með það, sem aflað var eða áskotnaðist. Vorið 1888, þegar systkinin voru flest vaxin, fluttist Ragnheiður sem vinnu- kona að Simbakoti á Eyrarbakka. Þar átti hún 3ja ára dvöl, en hvarf síðan sem hjú að Ljótarstöðum í Austur-Land- eyjum. Á sama bæ var þá ungur vinnu- maður, Jónas Jónasson að nafni, Land- eyingur að ætt og uppruna. Felldu þau Ragnheiður brátt hugi saman og gengu að eigast 22. júní 1893. Voru þau tvö fyrstu árin í húsmennsku að Ljótarstöð- um. En vorið 1895 hófu þau búrekstur að Hólmahjáleigu í sömu sveit. Mun margur kunnugur ekki hafa horft björt- um augum á það fyrirtæki. Jörðin var lítil og léleg og efnin engin, sem byrjað var með. En sagan gamla um kotið, sem varð að kóngsríki, átti eftir að endur- taka sig á vissan hátt í lífi og starfi þeirra hjóna. Með óvenjulegri árvekni, atorku, fyrirhyggju og hirðusemi, hófu þau hið litla kot til nýrrar vegsemdar og virðingar. Búið var aukið, ræktað land fært út og húsin, eitt eftir annað, reist frá grunni. Heimili þeirra varð um langt skeið styrk stoð sveitar sinnar og jafn- framt rómað fyrir þrifnað allan og snyrtimennsku, utan húss og innan. Þar ríkti fullkomin eining og ástúð inn á við og gestrisni og góðvild út á við. Þar var því öllum gott að koma og ánægju- legt að dvelja. Ragnheiður í Hólmahjáleigu var góð kona, vel á sig komin og sérlega vel verki farin. Húsfreyjusessinn skipaði hún með sæmd, bæði í þrengri og rýmri kjör- 14 HÚSFREYJAN

x

Húsfreyjan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Húsfreyjan
https://timarit.is/publication/831

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.