Húsfreyjan - 01.07.1963, Síða 15

Húsfreyjan - 01.07.1963, Síða 15
Kvenfélag Fríkirkju- safnaðarins í Reykjavík Hinn 6. marz 1906 var fyrsta safn- aðarfélag kvenna stofnað á Islandi og var það Kvenfélag Fríkirkjusafnaðarins í Reykjavík. Nokkrum árum áður hafði verið stofnað kvenfélag innan þess sama safnaðar, en starfsemi þess féll niður um nokkurra ára bil, svo að aldur nú- verandi félags er aðeins talinn frá stofn- degi hins síðara félags. Þetta er því eitt með elztu starfandi kvenfélögum lands- ins. Á stofnfundinn 1906 komu 20 konur, en nú eru um 320 konur í félaginu. Starfsemi þess hefur alltaf verið mikil og lifandi og þó að konurnar hafi lagt megináherzlu á að hlúa að kirkju sinni og búa hana sem bezt, hafa þær einnig tekið þátt í ýmsum öðrum störfum á víðara vettvangi. I lögunum, sem samþykkt voru á stofnfundinum, er greint frá tilgangi félagsins: „Tilgangur félagsins er að sameina krafta vora trúarlífi og kristilegu sið- gæði, til eflingar safnaðarlífi voru, svo og til styrktar hverju góðu máli, sem söfnuðinn varðar. Að hjálpa fátækum konum, líkna sjúkum og bágstöddum manneskjum í söfnuðinum". Allir vita hve mikil þörf var fyrrum að rétta hjálparhönd fátækum og bág- stöddum, sem áttu til fárra að leita um aðstoð og þó að kjör manna hafi al- mennt batnað mjög, þá eru ævinlega einhverjir illa staddir fyrir margra hluta sakir. Hefur kvenfélagið alltaf haldið þeirri venju, að hlaupa undir bagga með þeim, er verða fyrir áföllum af sjúkdómum, slysum eða öðru slíku og um. Hún var einlægur vinur manna og málleysingja og skildi þvi eftir bjartar minningar hjá þeim, er með henni áttu stundir og störf. Börn þeirra Ragnheiðar og Jónasar voru: 1. Guðmundur, f. 18/10/1893, áður bóndi að Hólmahjáleigu. 2. Guðríður, f. 28/10/1894, húsfr. að Hallgeirsey, látin. 3. Katrín, f. 1/2/1896, húsfr. að Núpi í Fljótshlíð. 4. Magnús, f. 1/3/1898, trésm. að Sel- fossi. 5. Júlía, f. 28/7/1899, húsfreyja að Guðnastöðum A-Landeyjum. 6. Guðbjörg, f. 8/4/1907, húsfreyja að Skíðbakka A-Landeyjum. 7. Jónas Ragnar, f. 4/8/1908, sjóm. ,í Reykjavik, látinn. Ragnheiður lést að Hólmahjáleigu 28. september 1932. Við útför hennar urðu til og voru lagðar fram eftirfarandi ljóð- línur: Gjörvalls lífsins vinur hún var, sem vermdi með hjartans eldi. Og umhverfi sínu birtu bar frá bernsku að hinsta kveldi. Undir þessar ljóðlínur munu margir hafa viljað taka, þegar Ragnheiður var kvödd í síðasta sinn. Reykjavík, 20/4/1961. Jón Skagan húsfreyjan 15

x

Húsfreyjan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Húsfreyjan
https://timarit.is/publication/831

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.