Húsfreyjan - 01.07.1963, Page 16

Húsfreyjan - 01.07.1963, Page 16
fyrir hver jól er þeim færður glaðning- ur, sem þess þurfa mest með Fé þarf til allra framkvæmda og hef- ur kvenfélagið safnað fé með ýmsu móti og heldur a. m. k. alltaf einn bazar ár hvert, en þegar stórátök hefur þurft, hefur verið leitað fleiri leiða, haldnar hlutaveltur, happdrætti o.s.frv. Á fyrstu starfsárum félagsins gerðist margt í bar- áttunni fyrir réttindamálum kvenna og þar sem félagið vildi sneiða hjá beinni þáttöku í stjórnmálum, taldi stjórnin sig ekki geta orðið við tilmælum Kven- réttindafélagsins um að taka þátt í undirbúningi þeim, sem konur beittu sér fyrir við bæjarstjórnarkosningar ár- ið 1908, en síðar breytti félagið um stefnu og ákvað að gerast þátttakandi í félagasamtökum kvenfélaga, enda þau ekki bundin stjórnmálaflokkum. Gerð- ist félagið aðili að Kvenréttindafélaginu, Bandalagi kvenna í Reykjavík og Kven- félagasambandi fslands. I Mæðrastyrks- nefnd hefur félagið einnig átt fulltrúa frá stofnun hennar og hefur núverandi formaður átt sæti í nefndinni frá upp- hafi. En félagið hefur einnig lagt fé til fleiri góðra málefna, ,til dæmis keypti það hlutabréf fyrir 150 krónur í Eim- skipafélagi íslands þegar það var stofn- að. Til Vífilstaðahælis hefur það lagt fram fé og það var einnig meðal þeirra fyrstu, sem lögðu fé í Landsspítalasjóð- inn, svo að eitthvað sé nefnt. Fulltrúar frá félaginu hafa starfað með fulltrúum annarra kvenfélaga að heimilisiðnaðar- sýningum og ýmsu öðru. Auk fjárframlaga til kirkjunnar sjálfr- ar, lagði kvenfélagið drjúgan skerf til byggingar prestsseturshúss safnaðarins, en það var fyrsta prestsseturshús, sem reist var í kaupstað hérlendis. f því er lítil kapella og lagði kvenfélagið að sjálf- sögðu einnig fram fé til að búa hana, m. a. til orgelkaupa. Kvenfélagið hefur jafnan séð um innri búnað kirkjunnar að verulegu leyti t. d. látið teppaleggja hana o. s. frv. og nú í sumar ætlar það að láta mála hana alla. Hefur Hörður Ágústsson listmálari verið ráðinn til að gera tillögur um litaval og skreytingu. Garð umhverfis kirkjuna hefur kven- félagið látið girða og rækta og annast viðhald hans. Það aflaði fjár til að leggja hitaveitu i kirkjuna og þannig mætti lengi telja. Fermingarkyrtlar voru kirkjunni gefn- ir til minningar um látna safnaðarmeð- limi og sér kvenfélagið um viðhald þeirra, sem og skrúðans alls. Félagsfundir eru einu sinni í mán- uði yfir vetrarmánuðina og er janúar- fundur hvers árs jafnan skemmtifundur. Samstarfsandi er mikill og góður innan félagsins og hafa sömu konur löngum setið í stjórn. Aðeins þrjár konur hafa skipað formannssætið öll þessi ár, þær frú Guðriður Guðmundsdóttir, sem var fyrsti formaðurinn og gegndi starfinu nær óslitið aldarfjórðungsskeið, frú Ingi- leif Aðils og frú Bryndís Þórarinsdóttir, sem nú hefur gegnt formennsku í þrjá- tiu ár. Aðrar konur í stjóm eru nú frú Elín Þorkelsdóttir gjaldkeri, frú Lóa Kristjánsdóttir ritari. Varastjórn: frú Sigurrós Torfadóttir varaform. og Mar- grét Þorsteinsdóttir. En lengst hefur setið í stjórn frú Ingibjörg Steingríms- dóttir, sem var ritari félagsins í 37 ár. Kvenfélag Frikirkjusafnaðarins hefur orðið fyrirmynd safnaðarfélaganna, sem nú fer stöðugt f jölgandi og alls staðar eru safnaðarlífinu ómetanlegur styrkur. Verkefni þess eru ótæmandi, því engin kirkja þrifst án þess að til komi lifandi safnaðarstarf. Á fimmtugsafmæli félagsins var gefin út starfssaga þess og eru þar rakin þau fjölmörgu málefni, sem félagið hefur látið til sín taka, en þau eru að sjálf- sögðu miklu fleiri en drepið er á í þess- ari stuttu frásögn. ,,Húsfreyjan“ óskar Kvenfélagi Frí- kirkjusafnaðarins í Reykjavík allra heilla í starfi um ókomin ár. S. Th. 16 HÚSPRE YJAN

x

Húsfreyjan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Húsfreyjan
https://timarit.is/publication/831

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.