Húsfreyjan - 01.04.1964, Blaðsíða 7

Húsfreyjan - 01.04.1964, Blaðsíða 7
ar. Er á þessari teikningu rækilega séð fyrir liúsnæðisþörf kvennasamtakanna, auk þess sem til þess er ætlast, að veitingastarfsemi geti fariö þarna fram, að niinnsta kosti í stærsta salnum. Má vænta að stofnuninni geti orðið það til nokkurs tekjuauka. Var raunar frá uppliafi gert ráð fyrir þessu. Næst lá fyrir að bjóða út byggingu húss- ins að utan. Tókust brátt samningar og vinna liófst. Er nú svo komið, að beita má, að þessum hluta verksins sé lokið og byrjað er á að leggja bitalögn í lmsið. Fram að þessu hefur fé til frainkvæmda eigi þrotið, þó að sjóðurinn sé nú tekinn mjög að skerðast. Hafa þó nokkrar góðar Heimilisiðnaðarfélag Islands og sölufyr- irtæki þess, Islenzkur heimilisiðnaður, efna liér með til samkeppni um bezt gerða ís- lenzka muni, bæði minjagripi ætlaða ferða- mönnum og þó sérstaklega aðra liagnýta og listræna muni til sölu og notkunar innan- lands, og heitir verðlaunum, svo sem nánar verður sagt frá hér á eftir. — Þá verða einn- ig sérstök verðlaun veitt fyrir snjallar bug- myndir, teikningar eða framkvæmanlegar ábendingar, um framleiðslu góðra gripa, þótt liöfundar tillagna bafi ekki aðstöðu til eða möguleika á að sýna munina fullgerða. Til nánari skýringar er það, að keppa skal í því, sem einkum er nefnd handa- vinna karla (mandlig slöjd) — þótt raunar megi alveg eins vera unnin af konum) svo sem: 1. Allskonar lilutir, smærri og stærri, úr tré, liorni, beini eða málmi, — renndir, telgd- ir, útskornir eða unnir á annan hátt. 2. Alls konar skinnavara, svo sem lianzkar, skór, veski, töskur, belti, o. s. frv. Og í þriðja lagi koma svo til greina liann- yrðir, svo sem: 3. Alls konar útsaumur af íslenzkum gerð- um, gömlum og nýjum, listvefnaður, veggteppi, jafnvel fataefni o. fl. úr ís- lenzkri ull, liör eða öðru efni, en að öðru gjafir borizt síðan verkið liófst, meðal ann- ars 100 þúsund króna gjöf frá Sölusam- bandi íslenzkra fiskframleiðenda. Allt verður gert, sem unnt er til þess að verkinu verði haldið áfram viðstöðulaust, svo að loks megi rætast hinn langi draum- ur um Hallveigarstaði, enda er fram- kvæmdastjórnin þess fullviss, að stofnunin á enn þann sess í hugum fjölmargra, bæði karla og kvenna víðs vegar um landið, að vænta má, að enn kunni að berast góðar og óvæntar gjafir frá velunnurum þessa máls. Síðar mun „Húsfreyjan“ flytja mynd af liúsinu, þegar vinnupallar eru þar ekki lengur til lýta. Sv. Þ. leyti er að þessu sinni ekki ætlazt til að keppt verði um ullarvinnu, t. d. bvers konar prjónles. Æskilegt væri að keppendur gætu byggt liugmyndir sínar um gerð og form góðra gripa að einhverju leyti á þjóðlegum fyrir- myndum, svo sem þeim er finnast í þjóð- minjasafni og byggðasöfnum víða um land. Ver'Slaun: 1. verölaun 15 þúsund krónur 2. verðlaun 10 þúsund krónur 3. verölaun 5 þúsund krónur Gert er einnig ráð fyrir aukaverðlaunum og innkaupum. Afhending muna til samkeppninnar: Munirnir skulu merktir 5 stafa tölu (t. d. 12345 eða 34152 o. s. frv.) og nafn liöfundar, lieimili og sími fylgi með í lokuðu umslagi, er aðeins sé merkt sömu tölu utan á. Samkeppnistími byrjar 31. marz 1964 og stendur í 11 mánuði, eða til 28. febrúar 1965, kl. 6 að kvöldi. Munina skal senda til fyrirtækisins: ls- lenzkur beimilisiðnaður, Laufásvegi 2, — Reykjavík. Allar nánari upplýsingar um samkeppnina eru einnig gefnar þar. Heimilsiðnaðai-félag fslands. 5 HÚSFBEYJAN

x

Húsfreyjan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Húsfreyjan
https://timarit.is/publication/831

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.